Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvunum? | Meistaradeildin rúllar af stað

Það er nóg um að vera í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 og þar ber Meistaradeild Evrópu hæst. Önnur umferð í riðlakeppninni hefst í kvöld með átta leikjum og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu. Upphitun fyrir kvöldleikina hefst kl. 18.00 þar sem að Þorsteinn J. fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins – og allir leikir kvöldsins verða síðan gerðir upp í Meistaramörkunum kl. 20.45.

Fótbolti

Magnús: Eyjahjartað mitt er stórt

Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf sitt frá félaginu en það hefur ekki enn verið útskýrt af hverju hann hætti með liðið þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir af mótinu.

Íslenski boltinn

Einstakt sumar hjá Atla

FH-ingurinn Atli Guðnason varð í sumar fyrsti leikmaðurinn til að vera bæði markakóngur og sá sem gaf flestar stoðsendingar síðan farið var að taka formlega saman stoðsendingar í efstu deild karla fyrir tuttugu árum.

Íslenski boltinn

Þrefaldur klobbi og mark

Strákarnir í U-17 ára liði Serba skoruðu hreint ótrúlegt mark á dögunum gegn Moldavíu. Það mark kom beint af æfingasvæðinu eins og svo oft er sagt.

Fótbolti

Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari Stjörnunnar

Bjarni Jóhannsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn þegar liðið tapaði 2-0 á móti Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Íþróttadeild Stöðvar 2 í dag.

Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar með stórleik - skoraði tvö og lagði upp tvö

Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti flottan leik í kvöld þegar lið hans IFK Norrköping fór illa með GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk sjálfur og lagði síðan upp tvö önnur mörk fyrir félaga sína. Norrköping vann leikinn á endanum 7-2.

Fótbolti

West Ham upp fyrir Arsenal eftir sigur á Queens Park Rangers

Nýliðar West Ham eru komnir upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á botnliði Queens Park Rangers í lokaleik sjöttu umferðarinnar á Loftus Road í kvöld. Lærisveinar Sam Allardyce í West Ham hafa nú fengið 11 stig út úr fyrstu sex leikjum sínum eða tveimur stigum meira en Arsenal sem datt fyrir vikið niður í áttunda sætið.

Enski boltinn

Atli Guðnason valinn bestur í Pepsi-deild karla

Atli Guðnason, sóknarmaður Íslandsmeistara FH, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn

Chantel Jones valin best í Pepsi-deild kvenna

Chantel Nicole Jones, markvörður Íslandsmeistara Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn

Hagi varar leikmenn Man. Utd við Cluj

Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi, sem lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum tíma, hefur varað leikmenn Man. Utd við því að vanmeta rúmenska liðið CFR Cluj en þau mætast í Meistaradeildinni á morgun.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um umdeilt mark hjá Demba Ba

Demba Ba framherji enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle var í aðalhlutverki þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Reading um helgina. Ba skoraði stórglæsilegt mark á 59. mínútu en síðara mark hans var afar umdeilt þar sem hann notaði höndina til þess að koma boltanum í netið. Guðmundur Benediktsson fór yfir "Ba-málið“ í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær ásamt Hjörvari Hafliðasyni og Þorláki Árnasyni.

Enski boltinn

Rooney. Getum ekki verið með vanmat

Wayne Rooney, framherji Man Utd, segir að liðið geti ekki leyft sér neitt vanmat gegn rúmenska liðinu Cluj í Meistaradeildinni. Ef liðið falli í þá gildru gæti farið illa eins og á síðustu leiktíð er liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni.

Fótbolti

Aguero: Heimamenn njóta forréttinda hjá dómurum

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Man. City var líklega ekki að vinna sér inn neina punkta hjá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hann lét hafa eftir sér að erlendir leikmenn sætu ekki við sama borð og Englendingar hjá dómurum deildarinnar.

Enski boltinn