Fótbolti

Sir Alex: Ég kaupi engan í janúar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn sinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Hann staðfesti þetta í viðtali við Mail on Sunday.

Enski boltinn

Leikmenn Tottenham fóru í keppni um besta piparkökuhúsið

Nokkrir leikmenn Tottenham voru í jólaskapi á dögunum þeir ákváðu að taka þátt í keppni um besta piparkökuhúsið en okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson var þó hvergi sjáanlegur í þessari skemmtilegu keppni. Tottenham birti myndband með keppninni inn á Youtube-síðu félagsins.

Enski boltinn

Allan Simonsen varð sextugur í gær

Allan Simonsen er einn allra farsælasti fótboltamaður Dana frá upphafi en hann sannaði það heldur betur á sínum tíma að margur er knár þótt að hann sé smár. Simonsen hélt upp á sextugtsafmælið sitt í gær en hann er fæddur 15. desember 1952.

Fótbolti

Messi vann einvígið við Falcao

Barcelona sigraði Atletico Madrid 4-1 í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Falcao skoraði fyrsta mark leiksins en Messi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að samherjar hans höfðu komið liðinu yfir fyrir hálfleik, 2-1.

Fótbolti

Glæsimark Guðlaugs Victors á móti toppliði PSV

Guðlaugur Victor Pálsson tryggði NEC Nijmegen 1-1 jafntefli á móti toppliði PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar hann jafnaði leikinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað mark Guðlaugs Victors í 11 leikjum með NEC.

Fótbolti

Klose kláraði Internazionale í kvöld

Þjóðverjinn Miroslav Klose tryggði Lazio 1-0 sigur á Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Adel Taarabt: Mikil gleði

Adel Taarabt skoraði bæði mörk Queens Park Rangers í 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Taarabt og félagar fögnuðu vel í leikslok.

Enski boltinn

Aston Villa með þrjú mörk og þrjú stig frá Anfield

Aston Villa bætti stöðu síðan í botnbaráttunni með því að vinna frábæran 3-1 sigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool-menn voru enn á ný seinheppnir á báðum endum vallarins og vildu fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur auk fjölda færa sem nýttust ekki.

Enski boltinn

Markvörður Atletico Madrid óttast ekki Messi

Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, fær örugglega nóg að gera annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Courtois tjáði sig um einvígið við Messi og félaga í aðdraganda leiksins.

Fótbolti

Framherjar Íslands skora og skora

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, glímir þessa dagana við lúxusvandamál. Framherjar landsliðsins eru sjóðheitir víðs vegar um Evrópu. Kolbeinn Sigþórsson er enn frá keppni vegna meiðsla en sem betur fer kunna fleiri íslenskir framherjar að skora.

Fótbolti

Stefni á að setja eitt með skalla

Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínum gömlu félögum úr Swansea í enska boltanum um helgina. Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri liðsins, virðist hafa trölltrú á íslenska landsliðsmanninum þegar kemur að skallatækni hans í vítateignum.

Enski boltinn

Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið.

Íslenski boltinn

38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona

Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn.

Fótbolti