Fótbolti

Adebayor sá um Swansea | Gylfi skorar enn einu sinni á útivelli

Tottenham vann nokkuð þægilegan sigur, 3-1, á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag en Gylfi Sigurðsson skoraði eina mark Swansea í leiknum. Rafael van der Vaart skoraði fyrsta mark Tottenham í leiknum en Emmanuel Adebayor bætti síðan tveimur við í síðari hálfleiknum og gulltryggði stigin þrjú fyrir heimamenn.

Enski boltinn

Dalglish sér ekki eftir að hafa tekið aftur við Liverpool

Það hefur myndast svolítil pressa á Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, síðustu vikur enda finnst mörgum að hann sé ekki á réttri leið með liðið. Dalglish segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að snúa aftur sem stjóri þó svo hann eigi á hættu að skaða goðsagnakennda ímynd sína hjá stuðningsmönnum félagsins.

Enski boltinn

Petrov leggur skóna á hilluna

Greint var frá því í gær að Stiliyan Petrov, fyrirliði Aston Villa, hefði greint með bráðahvítblæði. Leikmaðurinn tilkynnti svo í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna.

Enski boltinn

Svíarnir stálu mér ekki

Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. "Mjög góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.

Fótbolti

City getur komist á toppinn

Manchester City getur endurheimt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Sunderland í dag. Helsti keppinautur liðsins um titilinn, Manchester United, spilar ekki fyrr en á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni

Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Fótbolti

Mancini: Við vorum lélegir

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var alls ekki nógu sáttur við sitt lið eftir 3-3 jafnteflið gegn Sunderland í dag. Hann viðurkenndi fúslega að sínir menn hefðu ekki spilað vel.

Enski boltinn

Di Matteo: Við áttum skilið að vinna

Leikur Aston Villa og Chelsea var hádramatískur í meira lagi. Búlgarinn Stiliyan Petrov sat í stúkunni en greint var því í gær að hann væri með bráðahvítblæði og í dag sagðist hann vera búinn að leggja skóna á hilluna.

Enski boltinn

Emil meiddist í sigri Hellas Verona

Emil Hallfreðsson lagði upp fyrsta markið þegar Hellas Verona vann 3-2 sigur á Cittadella í ítölsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði Verona-liðinu á topp deildarinnar en Sassuolo og Pescara eiga bæði leik inni. Það stefnir í harða baráttu milli þeirra um sæti í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti