Fótbolti

Benitez ætlar að bíða eftir rétta starfinu

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í árslok 2010 og er hann jafnan orðaður við öll störf sem losna í bestu deildunum í Evrópu. Spánverjinn ætlar að bíða þolinmóður eftir rétta starfinu.

Fótbolti

Eru Ítalir bestir í því að stoppa Lionel Messi?

Lionel Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó og það er því mikil spenna fyrir þennan leik.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um gott gengi Newcastle

Newcastle hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur undir stjórn Alan Pardew knattspyrnustjóra liðsins. Gengi Newcastle var til umræðu í Sunnudagsmessunni og þar voru skiptar skoðanir. Hjörvar Hafliðason, Guðmundur Benediktsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Newcastle.

Enski boltinn

Bayern ekki í vandræðum með Marseille

Ivica Olic skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Bayern München gegn Marseille í kvöld. Bæjarar tryggðu sér því sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 4-0 samanlögðum sigri gegn franska liðinu.

Fótbolti

John Aldridge: Við erum að verða að aðhlátursefni

John Aldridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur lýst yfir miklum áhyggjum með stöðu mála hjá félaginu en Liverpool-liðið hefur aðeins náð í átta stig úr tólf leikjum frá áramótum og er nú komið niður í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldridge segir að Liverpool sé í krísu.

Enski boltinn

Heiðar spilar með varaliði QPR í kvöld

Heiðar Helguson er allur að koma til eftir nárameiðsli og mun spila með varaliði Queens Park Rangers í kvöld þegar liðið mætir West Ham í æfingaleik. Þetta eru góðar fréttir fyrir Mark Hughes enda eru nokkrir framherjar liðsins að glíma við meiðsli eða leikbönn.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool í frjálsu falli

Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport var sýnt myndband þar sem stiklað var á stóru í síðustu leikjum Liverpool. Fátt hefur gengið upp hjá þessu sögufræga félagi að undanförnu og situr liðið í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Mancini: Ætlar ekki að gefast upp á Balotelli

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að standa með vandræðagemlingnum Mario Balotelli og treysta á það að þessi 21 árs gamli framherji fari nú að þroskast. Liðsfélagar Balotelli hjá City eru orðnir mjög pirraðir á stælunum í drengnum en stjórinn ætlar ekki að reyna að selja hann í sumar.

Enski boltinn

Kunnum bara að sækja til sigurs

Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu.

Fótbolti

Van der Vaart: Við elskum Adebayor

Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, er mjög ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns, Emmanuel Adebayor, og vill að hann verði áfram hjá félaginu. Adebayor er lánsmaður frá Man. City út leiktíðina.

Enski boltinn

Flugi AC Milan til Barcelona seinkað

Það gengur erfiðlega fyrir leikmenn AC Milan að komast til Barcelona þar sem liðið spilar í Meistaradeildinni á morgun. Flugi liðsins var seinkað í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi.

Fótbolti

Fjórir svikarar í Preston-liðinu

Forráðamenn ensku deildarkeppninnar ætla ekki að aðhafast neitt í máli fjögurra leikmanna Preston sem eru sakaðir um að hafa um helgina lekið upplýsingum um taktík liðsins til mótherja Preston í Sheffield Wednesday.

Enski boltinn

Ewood Park hefur reynst Manchester United erfiður

Manchester United getur náð fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Blackburn á útivelli í kvöld en þetta er síðasti leikurinn í 31. umferð. Blackburn er í harðri fallbaráttu en einn af sjö sigrum liðsins kom í fyrri leiknum á móti United á Old Trafford. Leikurinn í kvöld er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.

Enski boltinn

Skoraði viljandi sjálfsmark og tók 50 milljónir fyrir

Nýjasti sökudólgurinn í stóra svikamálinu í kringum hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum er Atalanta-maðurinn Andrea Masiello en hann var handtekinn í gær grunaður um að hafa þegið dágóða upphæð fyrir að skora viljandi í eigið mark.

Fótbolti

Xavi gæti misst af seinni leiknum á móti AC Milan

Xavi Hernández, leikstjórnandi og varafyrirliði Barcelona, er meiddur á kálfa og það er óvíst hvort að hann geti spilað seinni leikinn á móti AC Milan á morgun en liðin keppa þar um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum en Xavi spilaði 90 mínútur í þeim leik.

Fótbolti

Liðsfélagar Balotelli hjá City búnir að fá nóg af honum

Það er aldrei lognmolla í kringum Mario Balotelli og nú heyrast sögur úr herbúðum Manchester City að liðsfélagar hans í City séu búnir að fá nóg af stælunum í framherjanum. Balotelli fór að rífast við félaga sína í miðjum leik um helgina og lenti síðan í hár saman við einn af reynsluboltum liðsins eftir leik.

Enski boltinn