Fótbolti

Sturridge á leiðinni til Liverpool

Breskir fjölmiðlar greina frá því kvöld að framherjinn Daniel Sturridge sé á leiðinni frá Chelsea til Liverpool í janúar. Hermt er að búið sé að ganga frá öllu og að Liverpool greiði 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Alkmaar áfram í bikarnum

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar komust áfram í hollensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Liðið vann þá útisigur, 2-4, á neðrideildarliðinu Dordrecht.

Fótbolti

McDermott: Ekki afskrifa Reading

Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, telur að liðið eigi enn möguleika á að bjarga sér frá falli. Reading tapaði 5-2 á heimavelli gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en tapið var það sjötta í röð.

Enski boltinn

Samkeppnin meiri hjá Íslandi

Knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann kjósi að spila fyrir hönd Íslands eða Bandaríkjanna. Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hringdi í Aron og lýsti yfir áhuga sínum á honum.

Fótbolti

Kvennalandsliðið mætir Dönum í vináttuleik

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Dönum í vináttuleik þann 20. júní á næsta ári og verður leikið í Danmörku. Leikurinn verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppnin Evrópumótsins hefst þann 10. júlí í Svíþjóð.

Fótbolti

Sampdoria rak Ferrara og Rossi tekur við

Stjórn ítalska knattspyrnuliðsins, Sampdoria, rak í dag Ciro Ferrara þjálfara liðsins. Hann stýrði liðinu í sínum síðasta leik um helgina þegar Sampdoria tapaði fyrir Catania 3-1. Ferrara tók við starfi þjálfara hjá Sampdoria síðastliðið sumar eftir að hafa stýrt U21 árs landsliði Ítalíu með ágætum árangri.

Fótbolti

Aron á leið undir hnífinn

Aron Jóhannsson, sóknarmaður AGF, er á leið í aðgerð vegna kviðslits. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 á laugardaginn.

Fótbolti

Mourinho: Deildinni svo gott sem lokið

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það sé nánast útilokað að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn. Real Madrid gerði jafntefli gegn botnliði Espanyol á heimavelli í gær 2-2.

Fótbolti

Balotelli í mál við Manchester City

Mario Balotelli virðist vera gera allt sem í sínu valdi stendur til að losna frá Manchester City því hann hefur höfðað mál gegn félaginu fyrir að hafa sektað hann um tveggja vikna laun.

Enski boltinn

Villas Boas: Áttum sigurinn skilinn

Bæði Andre Villas-Boas stjóri Tottenham og Michael Laudrup þjálfari Swansea voru ánægðir með frammistöðu síns liðs þegar Tottenham vann viðureign liðanna 1-0 fyrr í dag.

Fótbolti

Alfreð skoraði í tapleik

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora fyrir Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð skoraði úr vítaspyrnu í 3-1 tapi gegn Utrecht á útivelli í dag.

Fótbolti