Fótbolti

Villas-Boas: Bale er einn af þeim bestu

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hrósaði mikið Gareth Bale, eftir að velski leikmaðurinn skoraði þrennu á móti Aston Villa á annan í jólum. Þetta var fyrsta þrenna Bale í ensku úrvalsdeildinni en hann hafði áður skorað þrennu í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Drogba reynir enn einu sinni við Afríkutitilinn

Didier Drogba er í 23 manna leikmannahópi Fílabeinsstrandarinnar sem fer fram í Gabon og Miðbaugs-Gíneu í næsta mánuði. Kappinn ætlar því að gera enn eina tilraunina við að vinna þessa keppni með þjóð sinni sem hefur ekki orðið Afríkumeistari í 20 ár.

Fótbolti

Napoli hafnaði 55 milljóna punda boði í Cavani

Aurelio De Laurentiis, eigandi ítalska knattspyrnufélagsins Napoli, segist hafa hafnað 55 milljóna evra boði, jafnvirði níu milljarða íslenskra króna, í sóknarmanninn Edinson Cavani. De Laurentiis staðfesti þetta í viðtali við Radio Monte.

Fótbolti

Alfreð tók markametið af Pétri

Alfreð Finnbogason skoraði 34 mörk í opinberum leikjum á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2012, fleiri en nokkur annar íslenskur knattspyrnumaður í sögunni. Pétur Pétursson var búinn að eiga metið í 33 ár, en hann skoraði 32 mörk fyrir Feyenoord árið 1979.

Fótbolti

Draumabyrjun Liverpool dugði skammt á móti Stoke

Stoke er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Liverpool í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefði verið fimm stigum frá Meistaradeildarsætinu með sigri en Stoke náði því að leik níunda deildarleikinn í röð án þess að tapa.

Enski boltinn

Cercle Brugge enn á botninum

Cercle Brugge tapaði, 3-0, fyrir Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen leika fyrir botnlið Cercle Brugge.

Enski boltinn