Fótbolti

Coloccini farinn heim til Argentínu

Fabricio Coloccini, fyrirliði Newcastle, spilar ekki með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í maí ef marka má knattspyrnustjórann Alan Pardew. Coloccini meiddist á baki þegar hann hreinsaði frá markinu með hjólhestaspyrnu í 4-2 sigri á Southampton í febrúar.

Enski boltinn

Chelsea tapaði í Búkarest

Evrópumeistarar Chelsea máttu þola tap í fyrri viðureign sinni gegn Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti

Markalaust í Rússlandi

Anzhi og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Fótbolti

Barcelona á Agger-veiðum á ný

Umræðan um Daniel Agger og Barcelona er ekki dauð úr öllum æðum þrátt fyrir að danski miðvörðurinn hafi framlengt samning sinn við Liverpool. Agger var orðaður við spænska stórliðið í sumar og nú eru ensku slúðurblöðin The Sun og Daily Mirror farin að skrifa um málið á ný.

Enski boltinn

Rio ekki refsað fyrir dómara-klappið

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, verður ekki refsað af UEFA fyrir hegðun sína eftir tapleik United á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Enski miðvörðurinn var afar pirraður út í dómarann eftir leikinn.

Fótbolti

Messi: Við vitum hvað er að

Lionel Messi tjáði sig um slæmt gengi Barcelona-liðsins í gær en liðið er búið að tapa þremur stórleikjum á stuttum tíma, einum í Meistaradeildinni á móti AC Milan og svo tveimur á nokkrum dögum á móti erkifjendunum í Real Madrid.

Fótbolti

Defoe: Besta Tottenham-lið sem ég hef verið í

Jermain Defoe, framherji Tottenham, er sannfærður um að liðið í dag sé það besta hjá félaginu síðan að hann kom fyrst á White Hart Lane árið 2004. Defoe hefur spilað með Spurs síðan þá fyrir utan eitt tímabil með Portsmouth.

Enski boltinn

Tottenham mætir Inter í Evrópudeildinni

Sextán liða úrslit Evrópudeildar UEFA hefjast í kvöld. Talsvert af sterkum liðum er eftir í keppninni og þar af þrjú ensk lið. Aðeins Liverpool féll úr leik í 32 liða úrslitunum af ensku liðunum.

Fótbolti

Tap gegn Bandaríkjunum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við tap, 3-0, gegn Bandaríkjamönnum í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu.

Fótbolti

Ronaldo: Ánægður en líka leiður vegna Manchester United

Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í seinni leiknum á móti sínum gömlu félögum í Manchester United í fyrsta leik sínum á Old Trafford síðan að hann yfirgaf United sumarið 2009.

Fótbolti

Hægt að kaupa vinstri fót Messi á 662 milljónir

Japanir eru hrifnir af Argentínumanninum Lionel Messi eins og restin af heiminum og nú er hægt að kaupa nákvæma eftirlíkingu af vinstri fæti Messi í Tókíó. Styttan er úr gulli og er metin á um 3,5 milljónir punda eða 662 milljónir íslenskra króna.

Fótbolti