Fótbolti

Tap hjá Steinþóri og félögum

Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar hans í Sandnes Ulf urðu að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli á móti Vålerenga í dag þegar liðin áttust við í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti

Hull upp í ensku úrvalsdeildina

Hull City tryggði sér annað sætið í ensku b-deildinni í fótbolta og þar með sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta ári með því að gera 2-2 jafntefli við Cardiff í lokaumferðinni í dag. Það var mikil dramatík út um alla töflu þegar 46. og síðasta umferð ensku b-deildarinnar fór fram í dag.

Enski boltinn

Margt líkt með Bale og Messi

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, hrósaði Gareth Bale mikið fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast í dag. Gareth Bale hefur raðað inn verðlaunum að undanförnu og það kemur argentínska stjóranum ekki á óvart sem telur að Bale geti orðið Lionel Messi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Sir Alex Ferguson á leið í aðgerð

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, missir hugsanlega af byrjun næsta tímabils því kappinn er á leiðinn í mjaðmaraðferð í lok júlí. Manchester United hefur staðfest að stjórinn fari í þess aðgerð strax eftir að liðið kemur heim út æfingaferð til Asíu.

Enski boltinn

Litríkari toppbarátta

Pepsi-deild karla hefst á morgun en eftir tvö svart-hvít sumur í röð en von fjölmennari toppbaráttu í sumar þar sem fjögur lið þykja líklegust til afreka.

Íslenski boltinn

Sigurmark Arsenal kom eftir aðeins tuttugu sekúndur

Theo Walcott tryggði Arsenal mikilvægan 1-0 sigur á Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en stigin þrjú komu Arsenal-liðinu upp í þriðja sætið. Arsenal er nú tveimur stigum á undan Chelsea sem á leik inni á móti Manchester United á morgun.

Enski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá Wigan og Aston Villa

Spennan í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta minnkaði ekkert við úrslit dagsins því Wigan landaði þremur stigum á útivelli á móti West Bromwich Albion og hélt voninni á lífi um að halda sæti sínu í deildinni.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo með tvö mörk í markaleik

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-3 sigur á Real Valladolid í miklum markaleik á Estadio Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigur Real Madrid þýðir að Barcelona getur ekki tryggt sér titilinn á morgun þótt að það sé löngu ljóst að Barca-menn séu búnir að vinna spænsku deildina.

Fótbolti

Bale kom enn á ný til bjargar

Gareth Bale var enn á ný hetja Tottenham-liðsins í dag þegar hann skoraði stórglæsilegt sigurmark fjórum mínútum fyrir leikslok þegar Tottenham vann Southampton 1-0 á heimavelli sínum á White Hart Lane. Bale hefur gert út um ófáa leiki Tottenham á þessu tímabili.

Enski boltinn

Getur Guð bjargað Úlfunum?

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves eru í vondum málum í ensku B-deildinni og fall blasir við liðinu. Allt er reynt til þess að bjarga liðinu frá falli og nú hafa menn beðið Guð um aðstoð.

Enski boltinn

Fótbolti í dag er bara viðskipti

Það verður ekki tekið af Benoit Assou-Ekotto, leikmanni Tottenham, að hann er heiðarlegur. Hann hefur aldrei farið í grafgötur með að hann spilar fótbolta af því það sé vinnan hans. Hann hefur ekkert gaman af fótbolta og viðurkennir það.

Enski boltinn

Íslendingar leggja upp mörk

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði upp mark Norrköping þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn topplði Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti

Gætu refsað fyrir tíst

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent þau skilaboð til félaga hér á landi að brýna fyrir leikmönnum, þjálfurum og öðru starfsfólki að hegða sér vel á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn

James Hurst í Val

Valur hefur gengið frá samningi við enska bakvörðinn James Hurst. Hurst lék með ÍBV í efstu deild sumarið 2011 og stóð sig vel.

Íslenski boltinn

Pirlo hættir eftir HM

HM 2014 í Brasilíu verður svanasöngur miðjumannsins Andrea Pirlo með ítalska landsliðinu. Miðjumaðurinn hefur þegar tekið þá ákvörðun.

Fótbolti

Fimm hundruð þúsund vilja fá miða á úrslitaleikinn

Borussia Dortmund tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr í þessari viku og það er gríðarlega mikill áhugi hjá stuðningsmönnum félagsins á miðum á úrslitaleikinn á móti Bayern München sem fer fram á Wembley 25. maí næstkomandi.

Fótbolti

Chelsea vill fá Alonso

Chelsea virðist þegar vera farið að vinna í leikmannamálum fyrir Jose Mourinho sem er sagður vera á leið til félagsins á nýjan leik í sumar.

Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að fara frá Arsenal

Það hefur talsvert verið talað um það í vetur að Arsene Wenger gæti verið á förum frá Arsenal. Þær sögusagnir fengu síðan byr undir báða vængi er byrjað var að orða hann við PSG í Frakklandi.

Enski boltinn

Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra.

Fótbolti

Konan og börnin fá að vita þetta fyrst

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er á leiðinni burtu frá félaginu samkvæmt spænskum fjölmiðlum en Portúgalinn hefur ekki viljað gefa neitt upp um framtíð sína og ávallt svarað í hálfkveðnum vísum.

Fótbolti