Fótbolti

Messi ósáttur við fjölmiðla

Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur brugðist illa við fréttum þess efnis að hafa látið ófriðlega þegar honum var skipt af velli í 4-1 sigrinum á Real Sociedad í gærkvöldi.

Fótbolti

Lewandowski fer til FC Bayern í janúar

Knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski, leikmaður Borussia Dortmund, hefur nú staðfest við fjölmiðla að hann muni ganga til liðs við Bayern Munchen í byrjun næsta árs en þá rennur samningur hans út við Dortmund.

Fótbolti

Vandræðalegt fyrir Celtic

Skosku meistararnir í Celtic féllu út úr deildabikarnum í gærkvöldi eftir tap gegn b-deildarliði Morton í framlengdum leik á heimavelli í Glasgow.

Fótbolti

Ný og skemmtileg orka í hópnum

Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss á Laugardalsvellinum á sunnudaginn í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2015 og í fyrsta leiknum undir stjórn Freys Alexanderssonar. Sara Björk Gunnarsdóttir þekkir vel til frægasta leikmanns svissneska liðsins.

Íslenski boltinn

Kristianstad áfram í bikarnum án íslensku stelpnanna

Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir voru ekki með Kristianstad í dag þegar liðið sló Eskilsminne út úr sænsku bikarkeppninni. Margrét Lára og Sif eru komnar til Íslands til að undirbúa sig fyrir landsleik á móti Sviss á fimmtudagskvöldið.

Fótbolti

Balotelli gekk of langt

Mario Balotelli var í gær dæmdur í þriggja leikja bann fyrir hegðun sína í leiknum gegn Napoli um helgina. AC Milan ætlar ekki að áfrýja banninu.

Fótbolti

Juventus á eftir Januzaj

Það gæti orðið erfitt fyrir Man. Utd að halda Belganum efnilega, Adnan Januzaj, hjá félaginu. Leikmaðurinn er ekki sáttur við fá tækifæri og Juventus er nú á eftir honum.

Enski boltinn

Neymar og Messi skoruðu báðir í sigri Barcelona

Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Real Sociedad í sjöttu umferð tímabilsins. Barca er með fullt hús og 22 mörk í fyrstu sex leikjum sínum. Neymar skoraði sitt fyrsta deildarmark í kvöld og þetta var ennfremur fyrsti leikur liðsins þar sem hann og Lionel Messi skora báðir.

Fótbolti

Fórnaði tönnunum til að stöðva skyndisókn | Myndband

Það verður ekki tekið af argentínska knattspyrnumanninum Gaspar Iniguez að hann fórnar sér fyrir liðið. Það sannaði hann í leik með liði sínu, Argentinos Juniors, gegn Boca Juniors um helgina. Þá fór hann með hausinn í tæklingu til þess að stöðva skyndisókn. Sú fórn var ekki lítil.

Fótbolti