Fótbolti

Meiri Íslendingur en Króati eftir 42 ár á Íslandi

"Ég var nítján ára þegar ég mætti á þennan flugvöll og flaug til Íslands. Síðan eru liðin 42 ár,“ sagði Darri Stanko Miljevic við komuna til Zagreb í gærkvöldi. Darri var ekki einn á ferð því með í för voru þrír tengdasynir hans, Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson, en þeir eru komnir til Zagreb til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á morgun.

Fótbolti

Greining okkar Heimis gekk fullkomlega upp

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck segir möguleika Íslands góða gegn Króötum annað kvöld. Hann er viss um að þeir leikmenn sem komi til með að fylla í skarð Kolbeins Sigþórssonar muni standa sig vel.

Fótbolti

Vill nálgast landsliðið

Hólmbert Aron Friðjónsson hefur verið seldur til skoska stórliðsins Celtic og heldur utan á morgun til að ganga formlega frá samningum. Hann óttast ekki samkeppnina í Skotlandi og segir að með þessu sé draumur að rætast.

Íslenski boltinn

Handviss um að strákarnir komi okkur á HM

Kolbeinn Sigþórsson verður að horfa á leik Króatíu og Íslands í sjónvarpinu annað kvöld eins og meginþorri Íslendinga. Hann viðurkennir að vera orðinn þreyttur á ítrekuðum meiðslum en er ánægður með að ekki hafi farið verr.

Fótbolti

Leik hætt vegna áfengislyktar af varadómara

Hætta þurfti leik Colwyn Bay og Altrincham í enska hálfatvinnumannabikarnum í fótbolta þegar sjö mínútur voru eftir og dómari leiksins tognaði á kálfa. Altrincham var ekki klárt með fjórða dómara og hafnaði Colwyn Bay dómaranum sem var valinn úr áhorfandaskaranum.

Enski boltinn

Deschamps: Verðum að brjóta Úkraínu niður

Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins í fótbolta telur að lið hans geti brotið Úkraínu á bak aftur í seinni leik þjóðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Úkraína vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0.

Fótbolti

Bara ljúfmenni í landsliðinu

Sigurður Sveinn Þórðarson, búningastjóri landsliðsins, sér til þess að strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafi allt til alls í bæði æfingum og leikjum.

Fótbolti

Þýskaland hvílir lykilmenn gegn Englandi

Fjórir lykilmenn þýska landsliðsins í fótbolta verða ekki með liðinu þegar liðið mætir Englandi á Wembley í vináttulandsleik á þriðjudag. Til viðbótar við meiðsli Sami Khedira hafa fyrirliðinn Philipp Lahm, Manuel Neuer og Mesut Özil fengið að fara til félagsliða sinna.

Fótbolti

Kovac: Þurfum stuðning frá fyrstu mínútu

Niko Kovac þjálfari króatíska landsliðins í fótbolta hefur biðlað til króatísku þjóðarinnar að fylla Maksimir-leikvanginn í Zagreb á þriðjudaginn þegar Króatía tekur á móti Íslandi í seinni umspilsleik þjóðanna fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta.

Fótbolti

Strákarnir lentir í Zagreb

Flugvél Icelandair, með leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu innanborðs, lenti í Zagreb rétt fyrir klukkan hálf átta að staðartíma eða um 18:30 að íslenskum tíma í kvöld.

Fótbolti

Olic: Ísland er ekki topplið

"Hvað í ósköpunum gerðu þeir í fyrri leiknum? Ég skil ekki hvaðan sjálfstraust þeirra kemur. Við getum verið ánægðir með að það sé ekki í takt við stöðuna, þeir eru ekki 3-0 yfir,“ sagði Ivica Olic framherji Króatíu nú í aðdraganda seinni umspilsleik Íslands og Króatíu fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu í fótbolta.

Fótbolti

Modric: Veit ekki af hverju ég spilaði illa

Luka Modric ein stærsta stjarna króatíska landsliðsins í fótbolta veit ekki af hverju hann náði sér ekki á strik í fyrri umspilsleiknum gegn Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Modric lofar að gera betur í Króatíu á þriðjudagskvöld.

Fótbolti

Simunic: Olic skýtur okkur til Brasilíu

Varnarmaðurinn sterki Josip Simunic er bjartsýnn á að Króatía hafi lært nóg af leiknum á Íslandi í umspilinu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Króatíu til að tryggja sér sigur í seinni leiknum í Króatíu á þriðjudagskvöld.

Fótbolti

Þetta er helvíti svekkjandi

"Ég hef misst af mörgum mikilvægum leikjum en þetta er einmitt sá leikur sem ég vildi alls ekki missa af," sagði Kolbeinn Sigþórsson við Vísi í dag.

Fótbolti

Strákarnir á leið í loftið

"Velkomin um borð í þessa sigurför til Zagreb," sagði flugstjóri Eldfells, flugvélar Icelandair, sem mun flytja strákana okkar til Króatíu fyrir síðari umspilsleikinn um sæti á HM í Brasilíu.

Fótbolti