Fótbolti

Ólafur og Rúna gáfu flestar stoðsendingar

Ólafur Páll Snorrason úr FH og Rúna Sif Stefánsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2013. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi.

Fótbolti

Vængbrotið lið Dortmund verður að vinna

Það er mikið undir hjá þýska félaginu Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Liðið verður að leggja Marseille af velli til þess að komast í sextán liða úrslit keppninnar. Ef Dortmund vinnur ekki í Frakklandi þá þarf liðið að treysta á að Arsenal klári Napoli á Ítalíu.

Fótbolti

Engin vitleysa hjá Poyet

Jólapartí enskra knattspyrnufélaga hafa oftar en ekki ratað í blöðin á undanförnum árum enda hafa mörg þeirra farið algjörlega úr böndunum.

Enski boltinn

Monaco vill fá Kompany

Hið moldríka franska félag, AS Monaco, er langt frá því að vera hætt að styrkja sig en félagið er nú á höttunum eftir fyrirliða Man. City, Vincent Kompany.

Fótbolti

Keane hjólar í Young og Ferdinand

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Man. Utd, fór ekki neinum silkihönskum um leikmenn Man. Utd í sjónvarpinu í gærkvöldi er hann var að fjalla um leik liðsins gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni. Man. Utd vann leikinn, 1-0, og um leið sinn riðil.

Enski boltinn

Mourinho ætlar ekki að breyta leikstíl Chelsea

Það gustar aðeins um Jose Mourinho, stjóra Chelsea, þessa dagana enda hefur gengi Chelsea-liðsins ekki verið upp á það best. Liðið hefur fengið á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og spurningar um varnarleik liðsins hafa vaknað í kjölfarið.

Enski boltinn

Ásgeir Börkur fundaði með Bjarna

„Hugur minn stefnir út,“ segir Árbæingurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem æfir með Fylki þessa dagana. Börkur er samningslaus en æfir með uppeldisfélaginu á meðan unnið er að því að koma honum að hjá erlendu félagi.

Íslenski boltinn

Skelfilegur árangur hjá Mancini í Meistaradeildinni

Roberto Mancini, þjálfari Galatasaray, á flottan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur unnið titla sem þjálfari bæði á Ítalíu og Englandi en einhverra hluta vegna ganga hlutirnir ekki upp hjá honum í Meistaradeildinni.

Fótbolti