Fótbolti

Risatap á rekstri Liverpool

Liverpool tapaði 50 milljónum punda, eða tæplega 9,5 milljörðum íslenskra króna, leiktíðina 2012-13. Skuldir félagsins jukust í kjölfarið um 29 prósent.

Enski boltinn

Aguero er klár í lokasprettinn

Stuðningsmenn Man. City kættust um síðustu helgi er Sergio Aguero snéri aftur á völlinn eftir meiðsli. Hann spilaði þá í tæpan klukkutíma í úrslitaleik deildabikarsins.

Enski boltinn

Ég vil spila

Þó svo Arsenal sé í framherjavandræðum þá fær danski framherjinn, Nicklas Bendtner, lítið sem ekkert að spila með liðinu. Hann er eðlilega frekar ósáttur við sína stöðu.

Enski boltinn

Pistill: Louis van Gaal - sá útvaldi

„Ég er sá sem ég er; sjálfsöruggur, hrokafullur, ráðandi, heiðarlegur, vinnusamur og skapandi.“ Nei, þetta er ekki tilvitnun í Simon Cowell, heldur Louis van Gaal, þjálfara hollenska landsliðsins, og einn af fremstu þjálfurum síðari tíma.

Fótbolti

Man. City ræður sínum örlögum

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur ekkert eftir í sálfræðistríðinu gegn Manuel Pellegrini, stjóra Man. City. Mourinho er óþreytandi í að halda því fram að City þurfi að tapa enska meistaratitlinum.

Enski boltinn

Lukaku er ómetanlegur

Everton datt heldur betur í lukkupottinn er félagið fékk framherjann Romelu Lukaku lánaðan frá Chelsea. Hann hefur farið á kostum fyrir Everton í vetur. Hann snéri til baka eftir meiðsli um helgina og skoraði sigurmark liðsins gegn West Ham.

Enski boltinn

Juventus vann á San Siro

Juventus skellti AC Milan 2-0 á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Juventus er með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti