Fótbolti

Ramsey frá næstu sex vikurnar

Stuðningsmenn Arsenal fengu slæmar fréttir í dag en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti að Aaron Ramsey verði frá keppni í sex vikur til viðbótar.

Enski boltinn

Skoraði þrennu í fyrsta landsleiknum sínum

Það er óhætt að segja að Alan Pulido hafi byrjað landsliðsferilinn vel og um leið farið langt með því að tryggja sér sæti í HM-hópi Mexíkómanna þegar hann skoraði þrjú mörk í 4-0 sigri Mexíkó á Suður-Kóreu í vináttulandsleik í Texas í nótt.

Fótbolti

Barcelona með stæl inn í undanúrslitin

Barcelona er komið í undanúrslit spænska konungsbikarsins í fótbolta eftir 5-1 sigur á Levante í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Barcelona vann samanlagt 9-2.

Fótbolti

Thiago með frábært sigurmark fyrir Bayern

Spánverjinn Thiago tryggði Bayern München enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart á útivelli. Markið skoraði Thiago með stórglæsilegu viðstöðulausu skoti í uppbótartíma.

Fótbolti

Chelsea tapaði sínum fyrstu stigum á árinu 2014

West Ham náði í mikilvægt stig á Brúnni í kvöld þegar nágrannarnir Chelsea og West Ham gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stórsókn Chelsea skilaði ekki marki og liðið tapaði sínum fyrstu stigum síðan á Þorláksmessu.

Enski boltinn