Fótbolti

Norska knattspyrnusambandið hótar TV 2 lögsókn

Noregur og Ísland mætast í lokaleik sínum í undankeppni HM á Ullevaal-leikvanginum á þriðjudaginn kemur. Norska knattspyrnusambandið hefur brugðist hart við þeirri ákvörðun TV2 sjónvarpsstöðvarinnar að sýna leikinn á hliðarrás. Forráðamenn sambandsins hafa gengið svo langt að hóta sjónvarpstöðinni lögsókn.

Fótbolti

Mögnuð endurkoma gegn Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðið í fótbolta náði í stig á móti Frökkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag þrátt fyrir að vera 0-2 undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér 2-2 jafntefli.

Íslenski boltinn

Gylfi verður að halda sig í treyjunni

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun og þar kom hann inn á gulu spjöldin og hættu leikmanna liðsins að fara í bann í lokaleiknum út í Noregi.

Fótbolti

Leikmenn fá mikinn frjálsan tíma hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, og aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson héldu blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM í Brasilíu.

Íslenski boltinn

Svarti listinn í Pepsi-deildinni í sumar

Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunnir í öllum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar og nú hafa tölurnar verið teknar saman. Það var ekki aðeins skoðað hverjir stóðu sig best heldur einnig hvaða leikmenn teljast vera slökustu leikmenn deildarinnar í sumar samkvæmt mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FC Zorkiy 1-2

Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2.

Fótbolti