Enski boltinn

Barton í fangelsi um áramótin

Joey Barton hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald til 3. janúar. Hann verður því í fangelsi um áramótin og missir af leikjum Newcastle gegn Chelsea og Manchester City.

Enski boltinn

Andriy Shevchenko er leikmaður 19. umferðar

Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko raðaði inn mörkunum fyrir AC Milan áður en hann var keyptur til Chelsea. Væntingarnar voru miklar en hann hefur heldur betur ollið vonbrigðum á Englandi. Nú gæti hinsvegar verið að birta til.

Enski boltinn

Fabregas ekki á förum

Cesc Fabregas er ekki tilbúinn að fara frá Arsenal og ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid. Fabregas hefur leikið frábærlega á tímabilinu og hefur lengi verið á óskalista Madrídarliðsins.

Enski boltinn

Hetjan snýr aftur

Matthew Upson er sannfærður um að argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez muni fá frábærar móttökur á Upton Park um helgina.

Enski boltinn

Kaupir Liverpool varnarmann?

Liverpool gæti þurft að bæta við sig varnarmanni þegar félagaskiptaglugginn opnar. Finninn Sami Hyypia á við ökklameiðsli að stríða og veitir hinum danska Daniel Agger félagsskap á meiðslalistanum.

Enski boltinn

Barton handtekinn

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, heldur áfram að koma sér í vandræði. Hann var handtekinn á fimmtudag eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás í Liverpool borg.

Enski boltinn

Brynjar Björn: Átti þetta skilið

Brynjar Björn Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn West Ham hafi verið réttur dómur. Hann á yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir tveggja fóta tæklingu á Hayden Mullins.

Enski boltinn

Grant verður að kaupa

Avram Grant, stjóri Chelsea, segir að hann verði að kaupa nýja leikmenn í janúar ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttunni á Englandi. Meiðsli hafa herjað á hóp hans sem sífellt verður þynnri.

Enski boltinn

Tveimur spjöldum áfrýjað

Tveimur af þremur rauðum spjöldum sem veitt voru í viðureign Chelsea og Aston Villa í gær verður áfrýjað. Aston Villa hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Zat Knight fékk og Chelsea ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Ashley Cole fékk.

Enski boltinn

Stóri-Sam myndi syngja það sama

Stuðningsmenn Newcastle eru óhræddir við að láta óánægju sína í ljós. Newcastle hefur verið langt frá því að vera sannfærandi á leiktíðinni og í gær tapaði það fyrir Wigan 1-0.

Enski boltinn

Carvalho biðst afsökunar

Ricardo Carvalho, varnarmaður Chelsea, hefur beðið Gabriel Agbonlahor afsökunar á tveggja fóta tæklingunni sem orsakaði það að Carvalho fékk rauða spjaldið.

Enski boltinn

Ánægður með að fá King

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, er hæstánægður með að Ledley King sé orðinn leikfær. King lék í gær í vörn Tottenham þegar liðið lagði Fulham að velli 5-1.

Enski boltinn

Ekkert stórmál

Arsene Wenger segist ekki missa svefn þó Manchester United sé búið að ýta hans mönnum niður í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Stutt í Agger

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að ekki sé langt í að varnarmaðurinn Daniel Agger verði leikfær á nýjan leik eftir meiðsli.

Enski boltinn