Enski boltinn

Roma á eftir Ljungberg

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram í dag að úrvalsdeildarliðið Roma sé ekki langt frá því að lokka Freddie Ljungberg til félagsins.

Enski boltinn

Aston Villa hafnaði Liverpool aftur

Aston Villa hefur hafnað öðru tilboði Liverpool í Gareth Barry. „Tilboðið sem við fengum var aðeins skárra en afstaða okkar hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður Aston Villa.

Enski boltinn

Shearer sagði "nei takk" við Blackburn

Alan Shearer hefur afþakkað að komast á óskalista forráðamanna Blackburn sem næsti knattspyrnustjóri félagsins. Shearer sagðist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir Sky sjónvarpsstöðina þegar hann var spurður út í málið í kvöld.

Enski boltinn

Scolari tekur við Chelsea 1. júlí

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari muni hefja störf sem knattspyrnustjóri liðsins þann 1. júlí nk. Scolari stýrir nú landsliði Portúgal á EM.

Enski boltinn

Eduardo á góðum batavegi

Króatinn Eduardo da Silva hjá Arsenal er á undraverðum batavegi eftir að hafa fótbrotnað illa í leik í febrúar. Læknir Arsenal segir mögulegt að Eduardo gæti byrjað að æfa með Arsenal á undirbúningstímabilinu síðar í sumar, en talið var að hann yrði frá keppni í 9-12 mánuði.

Enski boltinn

Barry vill fara til Liverpool

Umboðsmaður miðjumannsins Gareth Barry hjá Aston Villa hefur nú staðfest að Barry hafi farið þess á leit við forráðamenn Villa að fá að fara til Liverpool í sumar.

Enski boltinn

Zico orðaður við Chelsea

Brasilíumaðurinn Zico er orðaður við stöðu knattspyrnustjóra Chelsea. Þessi brasilíska goðsögn er hætt hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce. Zico var orðaður við Manchester City en Mark Hughes tók við City í síðustu viku.

Enski boltinn

Arsenal vann baráttuna um Ramsey

Aaron Ramsey er á leið til Arsenal frá Cardiff en þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Everton voru einnig á eftir þessum efnilega sautján ára leikmanni.

Enski boltinn

Deco enn óákveðinn

Deco, leikmaður portúgalska landsliðsins og Barcelona, er enn óákveðinn hvort hann vilji ganga til liðs við Chelsea eða Inter Milan.

Enski boltinn

United hefur engin sönnunargögn

Roman Calderon, forseti Real Madrid, segir að Manchester United hafi engin sönnunargögn fyrir því að félagið hafi hagað sér ósæmilega í tengslum við áhuga þess á Cristiano Ronaldo.

Enski boltinn

Zoltan Gera til Fulham

Zoltan Gera hefur ákveðið að yfirgefa West Bromwich Albion og ganga til liðs við Fulham. Þetta staðfestir knattspyrnustjóri WBA, Tony Mowbray.

Enski boltinn

Blackburn vill ekkert segja um Shearer

Yfir 40 umsóknir hafa borist til Blackburn Rovers varðandi stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu. Blackburn vill þó ekkert gefa út varðandi það hvort Alan Shearer hafi verið þar á meðal.

Enski boltinn

Riise orðaður við Roma

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool er nú sterklega orðaður við Roma á Ítalíu. Talið er víst að Norðmaðurinn fari frá Liverpool í sumar en fregnir herma að Roma sé líklegra til að næla í hann en Lazio og Newcastle sem einnig hafa áhuga á honum. Þá hefur sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá West Ham einnig verið orðaður við Roma.

Enski boltinn

City gefið leyfi til að ræða við Ronaldinho

Manchester City hefur fengið leyfi frá Barcelona til að ræða við brasilíska framherjann Ronaldinho. Forráðamenn City hafa staðfest þetta, en vilja annars lítið tjá sig um málið. Þeir segja þó að Brasilíumaðurinn hafi áhuga á að ganga í raðir City.

Enski boltinn

AC Milan í viðræðum við Drogba

Forráðamenn AC Milan hafa staðfest að þeir hafi fengið leyfi frá Chelsea til að ræða við framherjann Didier Drogba. Þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum í dag. Milan fékk hinsvegar ekki leyfi til að ræða við Andriy Shevchenko.

Enski boltinn

Eiður kysi West Ham frekar en Newcastle

Bresku blöðin eru nú dugleg að orða Eið Smára Guðjohnsen við félög í ensku úrvalsdeildinni. Guardian vitnar þannig í útvarpsviðtal við Eið Smára þar sem hann mun hafa sagt að hann vildi frekar fara til West Ham en til Newcastle.

Enski boltinn

McClaren hefur áhuga á Blackburn

Knattspyrnustjórinn Steve McClaren segist hafa áhuga á því að taka við liði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, en þar vantar mann eftir að Mark Hughes samþykkti að taka við Manchester City.

Enski boltinn

McClaren er Króatíusérfræðingur BCC

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, verður sérfræðingur BBC á EM í knattspyrnu. Í frétt um málið í Daily Mail í dag er bent á kaldhæðnina á bak við það að McClaren verði fenginn til að vera "sérfræðingur" opnunarleik Króata á sunnudaginn.

Enski boltinn