Enski boltinn

Garcia á leið til Tottenham

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Tottenham komist að samkomulagi um kaup á Luis Garcia frá Espanyol. Enska liðið hefur unnið samkeppni við Benfica um þennan spænska leikmann.

Enski boltinn

Blatter: Leyfið Ronaldo að fara

Sepp Blatter, forseti FIFA, er mótfallinn því að Manchester United haldi Cristiano Ronaldo gegn hans vilja. Spænska stórliðið Real Madrid vill fá Ronaldo sem hefur látið hafa eftir sér að draumur hans sé að leika með liðinu.

Enski boltinn

Ayesteran að taka við af Queiroz?

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Pako Ayesteran komi til greina sem eftirmaður Carlos Queiroz hjá Manchester United. Blaðið segir Queiroz fyrsta manninn á lista portúgalska knattspyrnusambandsin til að taka við landsliðinu af Phil Scolari.

Enski boltinn

Fulham í viðræðum við Zamora og Pantsil

Fulham hefur fengið leyfi hjá West Ham til að ræða við þá Bobby Zamora og John Pantsil með það fyrir augum að fá þá í sínar raðir. West Ham-mennirnir tveir eru sagðir helstu skotmörk Roy Hodgson, stjóra Fulham, á leikmannamarkaðnum í sumar.

Enski boltinn

Umboðsmaður Rooney dæmdur í bann

Umboðsmaður knattspyrnumannsins Wayne Rooney var í dag dæmdur í 18 mánaða bann og gert að greiða 300,000 punda sekt fyrir ólöglegt athæfi. Það var enska knattspyrnusambandið sem kærði umboðsmanninn, en hann ætlar að áfrýja niðurstöðunni.

Enski boltinn

Villa og Chelsea semja um Sidwell

Steve Sidwell er á leið til Aston Villa frá Chelsea fyrir fimm milljónir punda. Sidwell á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun svo hægt verði að ganga frá sölunni.

Enski boltinn

Phillips til Birmingham

Birmingham hefur fengið sóknarmanninn Kevin Phillips á frjálsri sölu frá West Bromwich Albion. Phillips er 34 ára og fékk boð um nýjan samning hjá WBA sem hann hafnaði.

Enski boltinn

Benítez vill fá David Villa

Rafa Benítez viðurkennir að David Villa sé á óskalista sínum nú þegar Peter Crouch er á förum til Portsmouth. Villa skoraði fjögur mörk fyrir spænska landsliðið á Evrópumótinu.

Enski boltinn

Inter gefst ekki upp á Lampard

Ítalíumeistarar Inter munu koma með nýtt tilboð í miðjumanninn Frank Lampard í dag samkvæmt heimildum BBC. Chelsea neitaði tilboði upp á 7,95 milljónir punda í gær.

Enski boltinn

Hleb segir ummælin vera uppspuna

Alexander Hleb hefur neitað því að hafa talað illa um Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, og liðsfélaga sinn, Cesc Fabregas. Hleb hefur sterklega verið orðaður við Barcelona.

Enski boltinn

Scolari vill halda Drogba

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sóknarmaðurinn Didier Drogba sé í áætlunum sínum. Drogba hefur verið orðaður við Barcelona, AC Milan og Inter.

Enski boltinn

Chelsea neitaði beiðni Inter

Chelsea hefur staðfest að hafa fengið beiðni frá Ítalíumeisturum Inter sem vilja ræða um hugsanleg kaup á Frank Lampard. Chelsea hefur svarað þessari beiðni neitandi, Lampard muni verða áfram hjá liðinu.

Enski boltinn

Illa komið fram við Barry

Martin Laursen segir að Gareth Barry sé sár yfir því hvernig Aston Villa kemur fram við hann eftir ellefu ára veru hjá félaginu. Barry vill fara til Liverpool og Villa hefur sagt honum að halda sig frá félagssvæðinu meðan gengið er frá sölunni.

Enski boltinn

Hleb ósáttur við Wenger

Alexander Hleb er líklega á leið frá Arsenal og til Barcelona. Hann segir að slæm samskipti sín og knattspyrnustjórans Arsene Wenger sé ein helsta ástæða þess að hann vilji yfirgefa enska liðið.

Enski boltinn

Johnson eftirsóttur

Wigan og Sunderland hafa bæði áhuga á að kaupa Andrew Johnson, sóknarmann Everton. David Moyes, stjóri Everton, hefur gefið það út að þessi 27 ára leikmaður sé ekki til sölu.

Enski boltinn

Newcastle neitar sögum um Bin Laden

Newcastle neitar fréttaflutningi þess efnis að fyrirtæki í eigu Osama Bin Laden hafi áhuga á að kaupa félagið. Saudi Binladen Group (SBG) var sagt vera að íhuga að kaupa félagið á 300 milljónir punda.

Enski boltinn

Ronaldo undir hnífinn

Cristiano Ronaldo fór í aðgerð á ökkla í dag. Aðgerðin var framkvæmd í Amsterdam í Hollandi en þessi ökklameiðsli hafa verið að hrjá hann um nokkurt skeið.

Enski boltinn

Liverpool búið að taka tilboði í Crouch

Portsmouth hefur fengið leyfi frá Liverpool til að hefja viðræður við sóknarmanninn Peter Crouch. Liverpool hafnaði tilboði upp á níu milljónir punda í lok síðasta mánaðar en hefur tekið nýju tilboði Portsmouth.

Enski boltinn