Enski boltinn

Liverpool er í hefndarhug

Miðjumaðurinn Tom Huddlestone hjá Tottenham gerir fastlega ráð fyrir að Liverpool verði í miklum hefndarhug í kvöld þegar það sækir Tottenham heim í enska deildabikarnum.

Enski boltinn

Vona að Benitez hvíli 10 menn

Harry Redknapp stjóri Tottenham segist vona að kollegi hans Rafa Benitez hjá Liverpool tefli fram veikara liði í viðureign liðanna í deildabikarnum í kvöld en hann gerði í deildarleik liðanna á White Hart Lane í deildinni á dögunum.

Enski boltinn

Enginn kjúklingaskítur hjá Arsenal

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur haft þann vana á að tefla fram ansi ungu liði í deildabikarnum. Hann hélt sama hætti gegn Wigan og vann öruggan 3-0 sigur sem vel hefði getað verið stærri.

Enski boltinn

Elano þreyttur á að vera í kuldanum

Brasilíski miðjumaðurinn Elano er þreyttur á því hve fá tækifæri hann fær hjá Manchester City eftir að Mark Hughes tók við liðinu. Elano lék lykilhlutverk undir stjórn Sven Göran Eriksson á síðasta tímabili.

Enski boltinn

Hargreaves frá út tímabilið

Owen Hargreaves, miðjumaður Manchester United, mun ekki spila meira á þessu tímabili vegna stöðugra meiðsla á hné. Hann fór í aðgerð í síðustu viku og nú er ljóst að hann þarf að gangast undir frekari aðgerðir.

Enski boltinn

Hughes á leið til Abu Dhabi

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, er nú að ferðast til Abu Dhabi til fundar við sjeik Mansour Bin Zayed Al Nahyan, eiganda félagsins. Umræður hafa verið um framtíð Hughes í starfi.

Enski boltinn

Metgod aðstoðar Adams hjá Portsmouth

Johnny Metgod, fyrrum varnarmaður Real Madrid, hefur sagt upp stöðu sinni sem þjálfari hjá hollenska liðinu Feyenoord til að taka við stöðu þjálfara hjá Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Benítez: Of snemmt að fagna

„Ég mun ekki fagna fyrr en munurinn er orðin 20 stig," segir Rafael Benítz, knattspyrnustjóri Liverpool, sem biður stuðningsmenn félagsins um að fagna ekki of fljótt. Liverpool er átta stigum á undan erkifjendunum í Manchester United.

Enski boltinn

Umdeilt fagn hjá leikmanni Ipswich

David Norris, miðjumaður Ipswich Town, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir það hvernig hann fagnaði marki sínu um helgina. Hann lét sem hann væri í handjárnum en með því ætlaði hann að sýna fyrrum liðsfélaga sínum, Luke McCormick, stuðning.

Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Það var heldur betur líf og fjör í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal vann Manchester United í stórleik umferðarinnar sem olli svo sannarlega ekki vonbrigðum.

Enski boltinn