Enski boltinn

Anelka ósáttur við Scolari

Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Nicolas Anelka, framherja Chelsea, og Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóra liðsins, hafi lent saman á æfingu fyrir leikinn gegn Manchester United.

Enski boltinn

Beattie til Stoke

Stoke hefur keypt sóknarmanninn James Beattie frá 1. deildarliðinu Sheffield United. Þessi þrítugi leikmaður hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning.

Enski boltinn

Torres telur Man Utd sigurstranglegast

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, telur að Manchester United sé sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigurinn á Chelsea. Liverpool er með fimm stiga forystu á United sem á hinsvegar tvo leiki til góða.

Enski boltinn

Ronaldo bestur í heimi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er besti knattspyrnumaður heims. Þetta var opinberað á árlegu hófi FIFA sem fram fór í kvöld.

Enski boltinn

Endar Giggs ferilinn með Cardiff?

Ryan Giggs átti stórleik fyrir Manchester United um helgina þegar liðið vann stórsigur á Chelsea 3-0. Giggs útilokar það ekki að klára feril sinn með Cardiff City en Giggs ólst upp í Cardiff.

Enski boltinn

Þeir sem skarað hafa fram úr

Fyrirtækið Actim sér um að halda utan um alla tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. Nú hafa flest lið deildarinnar leikið 21 leik en hér að neðan má sjá þá leikmenn sem skarað hafa fram úr hingað til.

Enski boltinn

Scolari: Ekki keypt í janúar

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að félagið muni ekki bæta við sig leikmönnum nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn í janúarmánuði.

Enski boltinn

Mourinho kvittar ekki undir ræðu Benitez

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og núverandi þjálfari Inter á Ítalíu, tekur ekki undir reiðilestur Rafa Benitez í fyrradag þar sem hann sagði Sir Alex Ferguson stjóra Manchester United fá sérmeðferð.

Enski boltinn

Ferdinand til sérfræðings

Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, verður sendur til sérfræðings til að láta meta bakmeiðsli sín eftir að hann treysti sér ekki til að leika gegn Chelsea í dag.

Enski boltinn

Wigan skellti Tottenham

Wigan vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Maynor Figueroa sem skoraði sigurmark Wigan í uppbótartíma og tryggði liði sínu fyrsta sigurinn á Tottenham í úrvalsdeild.

Enski boltinn