Enski boltinn

Milner: Wembley er einn sá versti

„Maður vinnur hörðum höndum að því að komast í úrslitaleikinn og hann fer síðan fram á einum versta velli sem þú spilar á yfir árið," sagði James Milner, leikmaður Aston Villa.

Enski boltinn

Cole: Líf mitt er ónýtt

Ashley Cole rauf loks þögnina um hjónaband sitt í gær er hann hitti blaðamann slúðurblaðsins The Sun. Leyndi sér ekki að þar fór maður í vandræðum.

Enski boltinn

Skrtel frá í tvo mánuði

Liverpool hefur staðfest að Slóvakinn Martin Skrtel muni ekki spila fótbolta næstu átta vikurnar en hann ristarbrotnaði í Evrópuleiknum gegn Unirea.

Enski boltinn

Warnock tekur við QPR

Neil Warnock er tekinn við Queens Park Rangers en hann er fimmti knattspyrnustjóri liðsins á tímabilinu. Warnock er 61. árs og skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning.

Enski boltinn

Rooney: Frúin heima með barnið

Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, segir að eiginkonur og unnustur leikmanna hafi haft truflandi áhrif á síðustu stórmótum. Wayne Rooney, samherji hans hjá Englandi og Manchester United, tekur undir þetta.

Enski boltinn

Jenas á leið undir hnífinn

Það eru talsverð meiðsli í herbúðum Tottenham þessa dagana. Harry Redknapp, stjóri Spurs, staðfesti í dag að Jermaine Jenas þyrfti að fara í aðgerð vegna nárameiðsla og svo þarf Aaron Lennon að hvila næstu sex vikurnar.

Enski boltinn

Whelan: Vildi ekki leyfa Ramsey að sjá fótinn

Glenn Whelan, leikmaður Stoke City, var manna fyrstur að bregðast við þegar Aaron Ramsey fótbrotnaði illa um helgina. Whelan greip í Ramsey, lagði hann í grasið og reyndi allt sem hann gat svo Ramsey sæi ekki hversu illa hann hefði brotnað.

Enski boltinn

Owen frá í nokkrar vikur

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, býst ekki við því að geta nýtt krafta Michael Owen næstu vikurnar eftir að framherjinn tognaði aftan í læri í úrslitum deildarbikarsins í gær.

Enski boltinn

Adebayor: Ég vildi ekki fara frá Arsenal

Emmanuel Adebayor segist vita að hann fái óblíðar móttökur þegar hann spilar næst á Emirates vellinum, heimavelli Arsenal. Hann segir þó að það hafi ekki verið sín ákvörðun að yfirgefa Arsenal á sínum tíma.

Enski boltinn

Deildabikarinn áfram hjá Man Utd

Manchester United varði í dag deildabikarmeistaratitil sinn með því að leggja Aston Villa 2-1 í úrslitaleik á Wembley leikvanginum. Michael Owen og Wayne Rooney skoruðu fyrir Englandsmeistarana.

Enski boltinn

Aðgerðin á Ramsey vel heppnuð

Tvö bein í hægri fæti Aaron Ramsey hjá Arsenal brotnuðu eftir tæklinguna hræðilegu í leiknum gegn Stoke í gær. Miðjumaðurinn ungi spilar ekki meira á þessu tímabili hið minnsta.

Enski boltinn