Enski boltinn

Rooney einn af bestu leikmönnum í sögu Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gary Neville á vart til orð til að lýsa hrifningu sinni á frammistöðu Wayne Rooney í vetur. Neville gengur svo langt að segja að Rooney sé þegar búinn að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður í sögu Manchester United.

„Það er frábært að spila með Wayne og hann er klárlega einn af þeim bestu sem hafa spilað fyrir þetta félag. Hann hefur líka staðið sig frábærlega með enska landsliðinu. Það eina sem hann þarf að gera er að vinna eitthvað með landsliðinu. Það er eitthvað sem enskum leikmönnum hefur ekki tekist að gera í 40 ár," sagði Neville.

„England hefur ekki efni á því að missa hann og við getum það ekki heldur. Framundan eru tveir mikilvægir mánuðir þar sem við þurfum hann í toppformi. Það sjá allir. Hann er að toppa núna á sínum ferli og er hættulegur í hvert skipti sem hann stígur inn á völlinn og getur alltaf skorað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×