Enski boltinn

Whelan: Vildi ekki leyfa Ramsey að sjá fótinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Whelan reynir að aftra því að Ramsey sjái fótinn.
Whelan reynir að aftra því að Ramsey sjái fótinn.

Glenn Whelan, leikmaður Stoke City, var manna fyrstur að bregðast við þegar Aaron Ramsey fótbrotnaði illa um helgina. Whelan greip í Ramsey, lagði hann í grasið og reyndi allt sem hann gat svo Ramsey sæi ekki hversu illa hann hefði brotnað.

„Hann var eðlilega í vondu ástandi og við vildum fá læknana inn á völlinn sem fyrst. Hann vildi endilega horfa á fótinn sinn en ég var búinn að sjá hversu slæmt brotið var þannig að ég gerði allt sem ég gat til þess að forða því. Drengurinn var í losti," sagði Whelan.

„Ég sagði honum að hugsa um eitthvað annað og vera sterkur þar til sjúkraliðið kæmi á vettvang. Það var mjög erfitt fyrir mig að horfa upp á annan atvinnumann lenda í svona atviki og upplifa þetta mikinn sársauka. Þetta er eitthvað sem maður vill aldrei sjá en ég reyndi samt að halda honum rólegum eins lengi og ég gat."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×