Enski boltinn

West Ham var að undirbúa brunaútsölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Sullivan.
David Sullivan.

Annar af nýju eigendum West Ham, David Sullivan, segir að ef ekki hefðu komið nýir eigendur að félaginu hefði verið úrvalsbrunaútsala á leikmönnum hjá félaginu sem hefði byrjað í janúar.

Sullivan segir að félagið hefði þurft að selja leikmenn fyrir 8 milljónir punda í janúar og 16 milljónir í sumar. Ef félagið hefði síðan fallið hefði félagið þurft að selja fyrir 20 milljónir punda í viðbót.

„Það var búið að gera þessa áætlun ef nýir eigendur hefðu ekki fundist. Ef við hefðum ekki tekið við liðinu hefði félagið þurft að selja Scott Parker eða Carlton Cole í janúar. Þeir hefðu hugsanlega báðir þurft að fara," sagði Sullivan.

„Þetta ástand hefði endað með því að það hefðu ekki verið neinir leikmenn eftir."

Hinir nýu eigendur West Ham tóku þess utan yfir 110 milljón punda skuld félagsins en þeir segja þá skuld þegar hafa minnkað niður í 95 milljónir punda.

„Þetta er smám saman að koma en við verðum að horfa raunsætt á hlutina. Þetta félag tapaði 20 milljónum, svo 40 og loks aftur 20 á síðustu þrem árum."

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×