Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Ryan Giggs | heiðursmyndband

Ryan Giggs er enn í aðalhlutverki hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þrátt fyrir að vera á 39. aldursári. Nýverið lék Giggs sinn 900. leik fyrir Man Utd en Giggs hefur verið í herbúðum Man Utd frá árinu 1991.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: 25 sendingar og mark

Enska úrvalsdeildarliði Fulham lék sér að Wolves um helgina þegar liðin áttus við á Craven Cottage heimavelli Fulham. Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í Wolves fengu á sig 5 mörk án þess að svara fyrir sig og eitt marka Fulham var skorað eftir 25 sendingar. Farið var yfir gang mála í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Defoe kann vel við sig í Z-14 svæðinu

Jermain DeFoe skoraði sitt 9 deildarmark um helgina í 3-1 tapleik Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United. Defoe hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham en hann kann vel við sig í Z-14 eins og Guðmundur Benediktsson benti á í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Pogrebnyak með fullkomna þrennu

Rússinn Pavel Pogrebnyak skoraði þrennu fyrir Fulham í 5-0 sigri liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina. Hinn 28 ára gamli lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart hefur skorað í öllum þeim þremur leikjum sem hann hefur tekið þátt í með Fulham.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gylfi er með mikla fótboltagreind

Íslenski landsliðsframherjinn Gylfi Þór Sigurðsson var aðalmaðurinn í 2-0 sigri Swansea á útivelli gegn Wigan um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi skoraði bæði mörk Swansea með þrumuskotum og voru mörk hans á meðal 5 bestu marka helgarinnar hjá sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Robin van Persie gegn Liverpool

Robin van Persie fór á kostum gegn Liverpool um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Hollenski framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins. Farið var yfir varnarleik Liverpool í mörkunum hjá Persie í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um Villas-Boas

Andre Villas-Boas er í atvinnuleit eftir að honum var sagt upp störfum hjá enska knattspyrnuliðinu Chelsea í gær. Hinn 34 ára gamli knattspyrnustjóri frá Portúgal náði ekki að fylgja góðum árangri sínum með Porto í heimalandinu eftir hjá stórliði Chelsea. Málefni Villas-Boas voru til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Scolari: Helvíti bíður arftaka Villas-Boas

Viðbrögð enska knattspyrnuheimsins við brottvikingu Andre Villas-Boas frá Chelsea eru ekki jákvæð fyrir félagið. Framkvæmdastjóri samtaka enskra knattspyrnustjóra, Richard Bevan, segir að það sé að verða vandræðalegt fyrir Chelsea hvað það sé duglegt að reka stjóra frá félaginu.

Enski boltinn

Gylfi: Vil bara fá að spila fótbolta

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Swansea í 2-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Mörkin voru glæsileg – þrumufleygar utan teigs. Hann veit ekki hvað gerist í sumar þegar hann á að fara aftur til Hoffenheim.

Enski boltinn

Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik

Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt "fagn“ úr leiknum vinsæla.

Enski boltinn

Szczesny: Ég hata Tottenham

Markverðinum Wojciech Szczesny hjá Arsenal hefur verið títtrætt um hversu mikilvægt það er fyrir liðið að enda fyrir ofan erkifjendurna í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Villas-Boas rekinn frá Chelsea

Chelsea hefur ákveðið að segja Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra, upp störfum hjá félaginu. Roberto di Matteo tekur við og stýrir liðinu til loka tímabilsins.

Enski boltinn

Sjáðu mörkin hans Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæisleg mörk þegar að lið hans, Swansea, vann 2-0 sigur á Norwich í gær. Hér má sjá þrumufleygana tvo.

Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Cardiff

Lítið gengur hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í enska B-deildarliðinu Cardiff þessa dagana. Liðið tapaði í dag fyrir West Ham, 2-0, á heimavelli.

Enski boltinn