Enski boltinn

Mancini: Yaya Toure eins og Ruud Gullit

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt Fílbeinsstrendingnum Yaya Toure við Ruud Gullit þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta með AC Milan og hollenska landsliðinu. Yaya Toure hefur spilað stórt hlutverk hjá City í vetur og skoraði bæði mörkin í mikilvægum sigri á Newcastle um síðustu helgi.

Enski boltinn

Blackpool í úrslitaleikinn á móti West Ham

Blackpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar náði 2-2 janftefli á útivelli á móti Birmingham í seinni leik liðanna í undanúrslitunum umspilsins í ensku b-deildinni. Blackpool komst í 2-0 og þar með í 3-0 samanlagt en Birmingham setti spennu í leikinn með því að jafna metin. Birmingham þurfti hinsvegar að skora tvö mörk til viðbótar en það tókst ekki og Blackpool komst áfram.

Enski boltinn

Juve dreymir enn um Van Persie

Áhugi ítölsku meistaranna í Juventus á fyrirliða Arsenal, Robin van Persie, hefur ekkert dvínað þó svo félagið sé ekki enn búið að gera tilboð í Hollendinginn.

Enski boltinn

Di Matteo: Liverpool skoraði á réttum tíma

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, sá sína menn steinliggja á móti Liverpool á Anfield í kvöld. Hann stillti upp hálfgerðu varaliði sem náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Liverpool í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.

Enski boltinn

Nick Barmby rekinn eftir aðeins sex mánuði í starfi

Nick Barmby, fyrrum leikmaður Everton, Liverpool og Leeds United, entist ekki lengi í sínu fyrsta stjórastarfi en hann tók við liði Hull City í nóvember. BBC sagði frá því að hann hafi verið látinn taka pokann sinn eftir fund með eigendunum í morgun.

Enski boltinn

Vertonghen líklega á leiðinni til Spurs

Jan Vertonghen, félagi Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax, hefur gefið sterklega til kynna að hann sé á leiðinni til Tottenham í sumar. Þessi belgíski varnarmaður var frábær í vetur og var valinn besti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Ferguson segist geta lært af Mancini

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er á því að United hafi tapað titilbaráttunni, sem reyndar er ekki búin, gegn Everton. Þeim leik lyktaði með jafntefli, 4-4, en United missti niður 3-1 og 4-2 forskot í leiknum.

Enski boltinn

Zlatan titlalaus í fyrsta sinn í níu ár

Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsmaðurinn hjá AC Milan, á ekki lengur möguleika á því að vinna titil á þessu tímabili og ótrúlega sigurganga liða hans er því á enda. AC Milan missti af ítalska meistaratitlinum þegar liðið tapaði á móti nágrönnum sínum í Inter um helgina.

Enski boltinn

Evra: Manchester United stórveldið er ekki að fara að hrynja

Patrice Evra, fyrirliði Manchester United, hefur ekki áhyggjur að það sé upphafið að endi sigurgöngu United ef að liðið tapar enska meistaratitlinum til Manchester City. United var með átta stiga forskot fyrir nokkrum vikum en er nú í 2. sæti á markatölu þegar aðeins ein umferð er eftir.

Enski boltinn

Blackburn féll og Wigan tryggði sætið sitt

Blackburn Rovers mun fylgja Wolves niður í ensku b-deildina en þetta var ljóst eftir að liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Wigan er jafnframt öruggt með sæti sitt í deildinni eftir þennan sigur. Antolin Alcaraz skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Aron Einar og félagar úr leik - West Ham í úrslitaleikinn

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru úr leik í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 tap fyrir West Ham á Upton Park í seinni leik undanúrslitanna í dag. West Ham vann 5-0 samanlagt og mætir annaðhvort Birmingham City eða Blackpool á Wembley í hreinum úrslitleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn