Enski boltinn

Park: Ég vil klára ferilinn hjá United

Það bendir flest til þess að Ji-Sung Park sé á leiðinni frá Manchester United þótt að hann vilji sjálfur spila áfram með liðinu. Park á eitt ár eftir af samningi sínum en nýjustu sögusagnirnar eru að hann verði skiptimynt í kaupum United á Sjinji Kagawa hjá Dortmund.

Enski boltinn

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram á Villa Park

Leikur Englandsmeistara Manchester City og bikarmeistara Chelsea um Samfélagsskjöldinn í haust mun ekki fara fram á Wembley heldur á Villa Park í Birmingham. Leikurinn á að fara fram 12. ágúst eða daginn eftir að úrslitaleikurinn í fótboltakeppni Ólympíuleikanna fer fram á Wembley.

Enski boltinn

Capello sækist eftir stjórastólnum hjá Chelsea

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er að leita sér að starfi í ensku úrvalsdeildinni og hefur nú gefið það út að hann vilji helst fá tækifæri til að stýra liði Chelsea. Þetta kemur fram í Guardian sem hefur heimildir fyrir því að Capello hafi látið forráðamenn Chelsea vita af áhuga sínum.

Enski boltinn

Diarra verður áfram hjá Fulham

Miðvallarleikmaðurinn Mahamadou Diarra verður áfram í herbúðum Fulham í eitt ár til viðbótar. Hann kom við sögu í alls ellefu leikjum með liðinu á nýliðnu tímabili.

Enski boltinn

Alan Hansen: Dalglish verður niðurbrotinn maður

Alan Hansen, fyrrum liðsfélagi Kenny Dalglish og góður vinur þessa fyrrum stjóra Liverpool, telur að það muni hafa mikil áhrif á hinn 61 árs gamla Dalglish að hann hafi þurft að taka pokanna sinn í gær. Eigendur Liverpool ákváðu að reka Dalglish þrátt fyrir að hann ætti enn eftir tvö ár af samningi sínum.

Enski boltinn

Leitin að nýjum stjóra Liverpool á byrjunarstigi

Eigendur Liverpool ráku í gær Kenny Dalglish en eiga enn langt í land að finna næsta knattspyrnustjóra félagsins. Stjórnarformaðurinn Tom Werner og aðaleigandinn John W Henry eru byrjaðir að leita að fjórða stjóra Liverpool á tveimur árum og margir koma enn til greina samkvæmt frétt BBC.

Enski boltinn

Íslenska markametið féll á jöfnu

Íslenskir leikmenn skoruðu sextán mörk á nýloknu tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og jöfnuðu þar með tíu ára markamet íslenskra leikmanna í bestu deild í heimi. Heiðar Helguson og Gylfi Þór Sigurðsson fóru á kostum með nýliðunum og skoruðu báði

Enski boltinn

Jamie Mackie búinn að framlengja samning sinn við QPR

Jamie Mackie, framherji Queens Park Rangers og liðsfélagi Heiðars Helgusonar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundinn Lundúnafélaginu til sumarsins 2015. Mackie skoraði sjö mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni þar á meðal "næstum því" sigurmarkið á móti Manchester City í lokaumferðinni.

Enski boltinn