Enski boltinn

Tottenham vill fá 7 milljarða kr. fyrir Modric

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að Luka Modric verði aðeins seldur ef rétt fæst fyrir króatíska landsliðsmanninn. Tottenham vill fá 35 milljónir punda eða sem nemur 7 milljörðum ísl. kr. Þrjú lið sem hafa áhuga á Modric hafa rætt með formlegum hætti við Tottenham en talið er að þau séu Real Madrid, Manchester United og PSG í Frakklandi.

Enski boltinn

Chelsea hefur áhuga á fá Moses frá Wigan

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá sóknamanninn Victor Moses sem leikur með Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Dave Whelan, eigandi Wigan, er ekki sáttur við það verð sem Chelsea vill greiða fyrir hinn 21 árs gamla Moses og hefur Wigan hafnað þremur tilboðum frá Chelsea í leikmanninn.

Enski boltinn

Ledley King leggur skóna á hilluna

Ledley King, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hefur lagt skóna á hilluna en hann er aðeins 31 árs gamall. King hefur glímt við meiðslí mörg ár og var greint frá ákvörðun hans á heimasíðu félagsins.

Enski boltinn

Ferguson yrði glaður ef Berbatov færi ekki frá Man Utd

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann yrði glaður ef Dimitar Berbatov tæki þá ákvörðun að vera áfram í herbúðum liðsins. Búlgarski framherjinn hefur ekki verið í aðalhlutverki hjá Manchester United frá því hann var ekki valinn í leikmannahóp Man Utd fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2010. Berbatov hefur lýst því yfir að hann hafi hug á því að finna sér nýtt lið en hann er samningsbundinn Man Utd og félagið vill fá eitthvað fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Suarez: Man Utd er með pólítíska valdið í enska boltanum

Luis Suarez er er ekki með Liverpool liðinu í Bandaríkjunum þar sem hann undirbýr sig fyrir þáttöku á Ólympíuleikunum með landsliði Úrúgvæ. Suarez opnaði sig fyrir sjónvarpsstöð í heimalandinu og talaði um átta leikja bannið sem hann fékk fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United.

Enski boltinn

Fulham neitar því að Dempsey sé á förum til Liverpool

Fulham neitar því að félagið hafi komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á bandaríska framherjanum Clint Dempsey fyrir tíu milljónir punda en hávær orðrómur er um að Dempsey sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar. Leikmenn Liverpool eru í Boston í Bandaríkjunum og leika þrjá leiki gegn ítölsku liðununm Toronto og Roma. Fulham mun einnig mæta enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham í þessu ferðalagi.

Enski boltinn

Rafael van der Vaart er ekki á förum frá Tottenham

Rafael van der Vaart hefur ekki hug á því að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Hinn 29 ára gamli hollenski landsliðsmaður hefur verið sterklega orðaður við mörg félög í Evrópu en hann segir sjálfur að hann vilji vera áfram í herbúðum Tottenham.

Enski boltinn

Lokomotiv frá Moskvu hefur áhuga á Adebayor

Rússneska knattspyrnuliðið Lokomotiv frá Moskvu hefur áhuga á að fá Emmanuel Adebayor í sínar raðir samkvæmt frétt Telegraph á Englandi. Adebayor lék sem lánsmaður hjá Tottenham á síðustu leiktíð en hann er enn samningsbundinn Englandsmeistaraliði Manchester City.

Enski boltinn

Óvíst hvort Robin van Persie fari með Arsenal til Asíu

Robin van Persie mun á næstu dögum ræða formlega við forráðamenn Arsenal um framtíð hans hjá félaginu. Hollenski landsliðsframherjinn hefur ekki viljað skrifað undir samning við félagið en núverandi samningur hans rennur út í lok næsta keppnistímabils sem hefst um miðjan ágúst.

Enski boltinn

Manchester United er verðmætasta íþróttafélag heims

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er verðmætasta íþróttafélag heims samkvæmt lista sem birtur er í bandaríska Forbes tímaritinu. Félagið er metið á um 290 milljarða kr. Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid er í öðr sæti á þessum lista. Bandarísku atvinnumannaliðin New York Yankees og Dallas Cowboys deila þriðja sætinu.

Enski boltinn

West Ham vill fá Dimitar Berbatov

Forráðamenn nýliða West Ham hafa áhuga á því að klófesta búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov og styrkja þar með liðið fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni. West Ham hafði áður sýnt því áhuga á að fá Andy Carroll framherja Liverpool í sínar raðir en framtíð hans hjá Liverpool virðist vera afar óljós.

Enski boltinn

Ferguson segir að Vidic verði klár í slaginn með Man Utd

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í gær að serbneski landsliðsmaðurinn Nemanja Vidic verði klár í slaginn með liðinu þegar keppnistímabilið í ensku úrvaslsdeildinni hefst í ágúst. Vidic, sem var fyrirliði Man Utd á síðustu leiktíð, slasaðist illa á hné í leik í Meistaradeildinni gegn Basel í sviss en leikurinn fór fram í desember.

Enski boltinn

Berbatov vill fá svör um framtíð sína hjá Man Utd

Dimitar Berbatov er ekki sáttur við stöðu sína hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United og hann vill komast frá liðinu. Hinn 31 árs gamli framherji frá Búlgaríu var í algjöru aukahlutverki hjá Man United á síðustu leiktíð og hann segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að það væri best fyrir alla aðila ef hann færi frá félaginu.

Enski boltinn

Real Madrid og Tottenham nálgast samkomulag um Modric

Spænska meistaraliðið Real Madrid og króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric er skrefi nær því að leikmaðurinn gangi í raðir félagsins frá Tottenham á Englandi. Daily Mail greinir frá því að Tottenham muni fá allt að 30 milljónir punda fyrir leikmanninn eða sem nemur um 6 milljörðum ísl. kr. Hinn 26 ára gamli miðvallarleikmaður hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi og PSG í Frakklandi.

Enski boltinn

Liverpool ætlar ekki að lána Carroll til Newcastle

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool ætla ekki að taka tilboði Newcastle í enska landsliðsframherjann Andy Carroll. Newcastle hafði áhuga á að fá fyrrum leikmann liðsins að láni út næstu leiktíð og taka þátt í því að greiða laun leikmannsins sem er með um 16 milljónir kr. í laun á viku eða 80.000 pund.

Enski boltinn