Enski boltinn

Suarez: Man Utd er með pólítíska valdið í enska boltanum

Luis Suarez er er ekki með Liverpool liðinu í Bandaríkjunum.
Luis Suarez er er ekki með Liverpool liðinu í Bandaríkjunum. Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez er er ekki með Liverpool liðinu í Bandaríkjunum þar sem hann undirbýr sig fyrir þáttöku á Ólympíuleikunum með landsliði Úrúgvæ. Suarez opnaði sig fyrir sjónvarpsstöð í heimalandinu og talaði um átta leikja bannið sem hann fékk fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United.

Suarez sagði meðal annars að Manchester United hefði pólitíska valdið í enska boltanum og hefði nýtt sér það. Það hefði verið Evra að kenna að þeir hefðu ekki tekist í hendur í leiknum á Old Trafford. Talið er að forráðamenn Liverpool verði ekki allt of ánægður með þessi ummæli en félagið bannaði Suarez að tjá sig meira um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×