Enski boltinn

Wenger lofar vinnusemi Arshavin

Arsene Wenger segir að Andrey Arshavin sé fórnarlamb miklar samkeppni um stöður í byrjunarliði Arsenal en rússneski landsliðsfyrirliðinn verður líklega í byrjunarliði ARsenal gegn Coventry í enska deildabikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Agger spilar mögulega um helgina

Meiðsli Daniel Agger eru ekki jafn alvarleg og þau voru talin í fyrstu og hefur meira að segja verið greint frá því að hann muni mögulega spila með Liverpool gegn Norwich um helgina.

Enski boltinn

Terry spilar líklega um helgina

Eddie Newton, aðstoðarstjóri Chelsea, segist þess fullviss um að John Terry muni spila með liðinu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina þrátt fyrir að hann hafi lítið getað æft.

Enski boltinn

Krul og Simpson á batavegi

Newcastle-mennirnir Tim Krul og Danny Simpson eru báðir á batavegi eftir að hafa meiðst í upphafi mánaðrins. Sá síðarnefndi gæti spilað með liðinu gegn Reading um helgina.

Enski boltinn

Rodgers: Verðum að skjóta til að skora

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur verið ánægður með spilamennsku sinna manna í flestum leikjum liðsins á tímabilinu til þessa en vill að hans menn verði grimmari fyrir framan mark andstæðingsins.

Enski boltinn

Björn Bergmann byrjar gegn Chelsea

Björn Bergmann Sigurðarson verður í byrjunarliði Wolves sem mætir Chelsea í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. Ståle Solbakken, stjóri Wolves, ætlar að gera margar breytingar á byrjunarliði sínu.

Enski boltinn

Kelly spilar ekki meira á árinu

Martin Kelly, leikmaður Liverpool, segir á Twitter-síðu sinni að hann eigi ekki von á því að spila meira á árinu en hann fór meiddur af velli í leik Liverpool og Manchester United í gær.

Enski boltinn