Enski boltinn

Bale afgreiddi Newcastle

Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann góðan heimasigur, 2-1, á Newcastle í hörkuleik. Newcastle sem fyrr í 15. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Benitez: Ég les ekki blöðin

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, var enn og aftur spurður út í framtíð sína eftir 4-1 sigur Chelsea á Wigan. Breskir fjölmiðlar sögðu fyrir leik að Benitez yrði rekinn ef Chelsea myndi tapa leiknum.

Enski boltinn

Má ekki ofgera Wilshere

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með Rody Hodgson landsliðsþjálfara en hann lét Jack Wilshere spila allan leik Englendinga og Brasilíumanna á Wembley.

Enski boltinn

Aguero hrósar Mancini

Það búast margir við því að Roberto Mancini verði látinn fara frá Man. City í sumar. City er níu stigum á eftir Man. utd í ensku úrvalsdeildinni og komst ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn

Rodgers mærir Carragher

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, efast ekki um að varnarmaðurinn Jamie Carragher eigi eftir að gefa félaginu mikið eftir að hann leggur skóna á hilluna. Carragher hefur gefið það út að skórnir séu á leið upp í hilluna næsta sumar eftir 16 ára feril með félaginu.

Enski boltinn

Cole orðlaus yfir móttökunum sem hann fékk

Ashley Cole náði tvöföldum áfanga í gær. Hann spilaði sinn 100. landsleik fyrir England og varð um leið fyrsti enski landsliðsmaðurinn sem nær 100 landsleikjum án þess að skora. Það sem meira er þá hefur Cole verið í byrjunarliðinu í öllum sínum landsleikjum.

Enski boltinn

Birti mynd með poka fullum af peningum

Michael Chopra, leikmaður Ipswich, hefur lengi átt við spilafíkn að stríða. Það þótti því ekki sérstaklega gott útspil hjá honum að birta mynd af poka fullum af peningnum á Twitter í gær.

Enski boltinn

Lampard nálgast 100 landsleiki

Miðjumaðurinn Frank Lampard hefur staðið sig frábærlega með Chelsea í vetur og skoraði svo sigurmark Englands gegn Brasilíu. Framtíð hans er enn óljós enda ætlar Chelsea ekki að framlengja við hann.

Enski boltinn

Allen lofar að bæta sig

Miðjumaðurinn Joe Allen hefur ekki þótt standa undir væntingum síðan hann kom til Liverpool frá Swansea. Liverpool greiddi litlar 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Giroud: Er búinn að vera betri en Van Persie

Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er franski landsliðsmaðurinn Olivier Giroud kominn í gang hjá Arsenal og farinn að skora reglulega. Giroud er búinn að skora 14 mörk og gefa 10 stoðsendingar í öllum keppnum. Hann er því nokkuð ánægður með sjálfan sig.

Enski boltinn

Pistill: Gylfi og Chicharito

"Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði.

Enski boltinn