Bíó og sjónvarp

Framtíð Nágranna í mikilli hættu

Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann.

Bíó og sjónvarp

Dýrið í kosningu BAFTA

Kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, er á lista í fyrstu umferð kosningar bresku kvikmyndaakademíunnar. Þann 3. febrúar næstkomandi munu endanlegar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna liggja fyrir.

Bíó og sjónvarp

Prinsinn snýr aftur til Bel-Air

Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. 

Bíó og sjónvarp

Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn

Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara.

Bíó og sjónvarp

Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu

Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar.

Bíó og sjónvarp

Ver­búðin frum­sýnd við mikla lukku net­verja

Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna.

Bíó og sjónvarp