Skoðun

Óboðlegt á­stand á Land­spítala – okkar sjónar­horn

Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason og Þórir Bergsson skrifa

Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað.

Skoðun

Geisla­með­ferð sem lífs­björg

Ingibjörg Isaksen skrifar

Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.

Skoðun

Þetta eru ekki eðli­leg vinnu­brögð

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu.

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa

Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð.

Skoðun

Hversu mikið er nóg?

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk.

Skoðun

Til þeirra sem fagna

Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Síðustu misseri hef ég velt fyrir mér hversu mikil áhrif einn einstaklingur þarf að hafa til þess að ártal sé miðað við fæðingu þess einstaklings, líkt og í tilfelli Jesú Krists. Við tölum einfaldlega um fyrir og eftir Krist. Er þessi ártalatalning komin til að vera um ókomna tíð? Eða munum við einhvern tímann upplifa slík áhrif eins einstaklings að við byrjum að telja upp á nýtt?

Skoðun

Að semja er ekki veik­leiki – það er for­senda lýð­ræðis

Elliði Vignisson skrifar

Lýðræði er ekki það að rétt rúmur meirihluti sniðgangi vilja rétt tæplega minnihluta. Virkt lýðræði byggir á virðingu, samningsvilja og þroska. Í íslenskri stjórnmálaumræðu hefur hugtakið þinglok orðið að eins konar mælistiku á getu meirihluta til að fara með lýðræðislegt umboð. Gangi valdhafanum illa að ljúka þingi er það áfellisdómur fyrir hann.

Skoðun

Tekist á um hvort lýð­ræðið á Ís­landi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Stjórnarandstaðan mun að óbreyttu bæta Íslandsmet í málþófi í dag, þegar umræða um leiðréttingu veiðigjalda nær þeim vafasama heiðri af þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýlega uppsettri heimasíðu hafði þetta málþóf staðið yfir í 142 klukkutíma í morgun. Ræðurnar sem haldnar voru slöguðu í 1.900 og reiknaður kostnaður við að reka Alþingi var kominn í um 333 milljónir króna.

Skoðun

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni

Ellen Calmon skrifar

Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn.

Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar

Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Fyrir helgi rakst ég á frétt um langhlaupara sem varð fyrir því óláni að taka þrjú skref út fyrir keppnisbrautina og vera af þeim sökum dæmdur úr leik. Ákvörðunin að dæma hann úr leik vakti sýnilega hörð viðbrögð – bæði frá hlauparanum sjálfum og öðrum. Eitthvað annarlegt hlýtur að hafa legið þar að baki, er okkur sagt.

Skoðun

Hagur hlut­hafanna alltaf og undan­tekningar­laust í for­gangi

Jón Kaldal skrifar

Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 

Skoðun

Má berja blaða­menn?

Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla.

Skoðun

Nýr rektor og 2025 – tíma­mót í há­skóla­málum

Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifa

Íslenska háskólasamfélagið stendur nú á tvöföldum tímamótum og skorum við á stjórnvöld að nýta tækifærið og blása til sóknar fyrir vísindastarf í landinu. Annars vegar hefur nýr rektor tekið við stjórnartaumum Háskóla Íslands. Silju Báru Ómarsdóttur bíða stór verkefni og er lykilatriði að hún verði vel nestuð í ferðalagið, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem fylgja vanfjármögnun háskólastigsins.

Skoðun

Vonir um vopna­hlé eins og hálm­strá

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun.

Skoðun

Sam­fé­lagið innan sam­fé­lagsins

Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Íslenskt lýðræði er ekki ónýtt. Það er bara lokað. Þeir sem sækja um að fá að taka þátt lenda yfirleitt á bið – nema þeir þekki einhvern sem opnar dyrnar fyrir þeim.

Skoðun

Til hamingju Ís­lendingar með nýja Óperu

Andri Björn Róbertsson skrifar

Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn.

Skoðun

Hvers vegna hatar SFS smá­báta? Svarið tengist veiðigjöldum

Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Stórútgerðin hatar okkur trillukarla og konur eins og pestina. Henni hefur tekist, með hjálp röð hliðhollra ráðherra, að standa í vegi fyrir flestum umbótum sem myndu gera strandveiðikerfið öruggara, manneskjulegra og arðbærara. Þetta er í raun stórfurðulegt, því eini hluti sjávarútvegsins sem nokkur samfélagsleg sátt er um er einmitt strandveiðikerfið.

Skoðun

„Oft er flagð undir fögru skinni“

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Opið bréf til Sönnu Magdalenu MörtudótturSæl, Sanna ég þekki þig ekki neitt nema það sem ég hef séð og lesið í fjölmiðlum og á netinu, ég hreifst strax af þér, meira að sega áður en ég vissi að þú værir sósíalisti.

Skoðun

Orð­hengils­háttur og lygar

Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað.

Skoðun

Fjögurra daga vinnu­vika – nýr veru­leiki?

Sigvaldi Einarsson skrifar

Á síðustu árum hefur hugmyndin um fjögurra daga vinnuviku vakið sífellt meiri athygli, bæði á Íslandi og erlendis. Nýlegar tilraunir í Bretlandi sýna að styttri vinnuvika getur verið góð fyrir bæði starfsmenn og atvinnurekendur. Með hraðri þróun gervigreindar og sjálfvirkni eru nú fleiri tækifæri en áður til að gera fjögurra daga vinnuviku að raunhæfum valkosti fyrir íslenskan vinnumarkað.

Skoðun

Ráð­herra gengur fram án laga

Svanur Guðmundsson skrifar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur gengið fram með aðgerðum sem fara gegn grunnstoðum fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Með því að úthluta 1.000 tonnum í viðbótar strandveiðiheimildir – án þess að lagagrundvöllur liggi fyrir – er verið að búa til hættulegt fordæmi. Slík stjórnsýsla er hvorki fagleg, lögmæt né forsvaranleg.

Skoðun

Hag­kvæmur kostur utan friðlands

Jóna Bjarnadóttir skrifar

Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf.

Skoðun

Gagn­sæi og inn­tak

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Því hefur lengi verið haldið fram að lýðræði byggist á umræðu. Hins vegar er það ekki umræðan sem skiptir mestu máli í reynd, heldur forsendurnar sem hún byggir á – að aðgangur sé að gögnum, að rökin séu sýnileg og að orðin sem koma fram í skjalinu sem stýrir ferðinni, séu sögð upphátt. Þegar sú forsenda brestur, eins í fjárlagaskjali 2024–2025, hættir umræðan að vera lýðræðisleg í kjarnanum og verður að formi án innihalds –spjalli um skjalið, en ekki efni þess. 

Skoðun

Sumar­gjöf

Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Í dag, 5.júlí, varð að lögum á Alþingi frumvarp um breytingu á sviðslistalögum nr. 165 þar sem fjallað er um stofnun Óperu. Málefni óperu á Íslandi hafa margoft verið til umfjöllunar á þingi í gegnum áratugina, allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að söngvaraflokkur yrði ráðinn við Þjóðleikhúsið fyrir nær 70 árum síðan.

Skoðun

Hannað fyrir miklu stærri markaði

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Har­ald­ur Þórðar­son, for­stjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn.

Skoðun

Grafarvogur fram­tíðar verður til

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Borgarbúum þykir vænt um hverfið sitt, þar sem stór hluti lífsins fer fram, fjölskyldan vex og dafnar. Snerting við nágranna í sundlauginni, í búðinni og á göngustígunum. Hluti íbúa í Grafavogi hefur verið sýnilegur í umræðunni um hverfið að undanförnu. Vilja ekki byggja inn á við, vilja ekki „gettó“ í Grafarvog, vilja ekki fleira fólk í hverfið, vilja ekki stærri og sterkari Grafarvog.

Skoðun

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunn­sama Samverja

Sigurjón Þórðarson skrifar

Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.

Skoðun

Mennta­stefna 2030

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri.

Skoðun