Sport

City búið að leggja fram þriðja kauptilboðið í Lecott

Samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag virðist varnarmaðurinn Joleon Lescott vera að færast nær Manchester City eftir að félagið lagði fram þriðja kauptilboðið í leikmanninn upp á 21 milljón punda en Everton var áður búið að hafna kauptilboðum upp á 15 og 18 milljónir punda.

Enski boltinn

England: Arsenal og Manchester United í eldlínunni

Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Spennandi verður að sjá hvort að Arsenal bjóði upp á aðra flugeldasýningu þegar Portsmouth kemur í heimsókn á Emirates-leikvanginn en Lundúnafélagið slátraði sem kunnugt er Everton 1-6 í fyrsta leik sínum í deildinni.

Enski boltinn

Sutil óvænt fljótastur í Valencia

Þýski ökumaðurinn Adrian Sutil á Force India náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 ökumanna í Valencia í morgun. Félagi hans Giancarlo Fisichella varð sjötti og árangur liðsins indverska er því engin tilviljun.

Formúla 1

Zola: Ég er ekki að hætta hjá West Ham

Gianfranco Zola neyddist í kvöld til að lýsa því yfir að hann sé ekki að hætta með West Ham. Orðrómurinn á Englandi er sterkur og hefur breiðst hratt út, að Zola sé svo leiður á fjárhagsvandræðunum eftir gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum eigenda, að hann vilji hætta.

Fótbolti

Moyes hrósar nýjustu stjörnu Everton

Jack Rodwell heitir nýjasta vonarstjarna Everton. Hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigrinum á Sigma Olomouc í undankeppni Evrópudeildarinnar og hrósar David Moyes, stjóri félagsins honum í hástert.

Fótbolti

Benítez: Lucas er auðvelt skotmark gagnrýnenda

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að miðjumaðurinn Lucas sé auðvelt skotmark gagnrýnenda. Lucas hefur oft verið harðlega gagnrýndur fyrir slælegar frammistöður með félaginu en Benítez segir það ekki sanngjarnt.

Fótbolti

Hlynur Morthens og Anna Úrsúla í Val

Markmaðurinn Hlynur Morthens er genginn í raðir Vals. Félagið missti bæði Ólaf Gíslason og Pálmar Pétursson eftir síðasta tímabil og er Hlynur því mikill fengur fyrir félagið.

Handbolti

Selfoss skrefi nær Pepsi-deildinni

Hjörtur Hjartarson skoraði tvö mörk fyrir topplið Selfoss sem styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í kvöld. Liðið lagði Leikni í hörkuleik á Selfossi, 3-1.

Fótbolti

Sir Alex: Sumarkaupum er lokið

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ítrekað að félagið muni ekki kaupa fleiri leikmenn í félagaskipaglugganum. Þrátt fyrir að hafa fengið 80 milljónir punda frá Real Madrid fyrir Cristiano Ronaldo og að hafa misst Carlos Tevez til erkifjendanna í Manchester City ætlar Ferguson ekki að eyða meiri peningum.

Fótbolti

Emil fékk leikheimild

Emil Hallfreðsson kemur væntanlega við sögu hjá Barnsley þegar liðið mætir Leicester í 1. deildinni á Englandi á morgun. Emil fékk leikheimild með nýja félaginu sínu í dag.

Fótbolti

Staðgengill Massa fékk 1 miljón í hraðasekt

Luca Baoder frá Ítalíu sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa þarf að punga út einni miljón króna í hraðasektir eftir daginn. Hann ók fjórum sinnum of hratt á þjónustusvæði Formúlu 1 bíla á tveimur æfingum í dag.

Formúla 1

Benitez himinlifandi með kaupin á Kyrgiakos

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, telur sig vera búinn að leysa miðvarðarvandræði liðsins eftir að hann keypti gríska varnarmanninn Sotirios Kyrgiakos frá AEK Aþenu í dag. Kyrgiakos er 30 ára og 192 sm miðvörður og gerir tveggja ára samning við enska liðið. Hann ætti að vera klár í slaginn strax á móti Aston Villa á mánudaginn.

Enski boltinn

Bruce: Mensah síðasti leikmaðurinn sem við fáum í sumar

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hefur ekki setið auðum höndum síðan hann tók við starfi sínu hjá Sunderland í sumar og hefur eytt tæpum 20 milljónum punda í fimm leikmenn, þar á meðal Darren Bent frá Tottenham, Lee Cattermole frá Wigan og Fraizer Campbell frá Manchester United.

Enski boltinn

Hjaltalín kom með gjafir á síðustu æfingu stelpnanna

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú á leiðinni til Finnlands en stelpurnar okkar æfðu í síðasta sinn á Íslandi fyrir mótið á Hofstaðavelli í Garðabæ í gær. Tveir liðsmenn og umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín komu á æfinguna og gáfu hópnum 30 eintök af nýjasta disknum sínum.

Fótbolti

Alonso stal senunni á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Renault náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Alonso náði besta tíma í tímatökum í síðustu keppni og virðist tilbúinn í toppslaginn.

Formúla 1