Sport

Henry neitar því að hafa lesið yfir Domenech þjálfara

Thierry Henry, fyrirliði franska landsliðsins, hefur neitað að hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarann Raymond Domenech eftir að franska blaðið Le Parisien hafði eftir samtal hans við Domenech þjálfara þar sem Henry átti að hafa sagt að leikmönnum leiddist á æfingum og að þeir væru síðan týndir inn á vellinum.

Fótbolti

Titanium plata grædd í höfuð Massa

Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag.

Formúla 1

Beckham útilokar ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina

„Ég hef ekki farið leynt með það að ég ætla mér að snúa aftur til Evrópu. Við skulum orða það að þannig að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni,“ segir David Beckham í samtali við BBC Radio þegar hann inntur eftir því hvort honum hugnaðist að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Enski boltinn

Forráðamenn United senda Frökkunum tóninn

Talsmaður Englandsmeistara Manchester United hefur staðfest að félagið hafi hug á því að kæra Le Havre fyrir ásakanir forráðamanna franska félagsins um að enska félagið hafi reynt að fá hinn unga Paul Pogba með ólöglegum hætti.

Enski boltinn

Jón Arnór samdi við Granada

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hefur fengið lendingu í sín mál en hann samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Granada og er samningurinn til tveggja ára.

Körfubolti

Paddy Kenny dæmdur í níu mánaða langt bann

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að markvörðurinn Paddy Kenny hjá Sheffield United hafi verið dæmdur í níu mánaða langt keppnisbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn Preston í úrslitakeppni b-deildarinnar á Englandi á síðasta keppnistímabili.

Enski boltinn

Pape var á skotskónum á móti Skotum í dag

Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk íslenska 19 ára landsliðsins sem vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik í Skotlandi í dag. Liðin mætast í öðrum vináttulandsleik á miðvikudaginn.

Fótbolti

Evrópumeistarar Rússa byrja á sigri - kaninn góður í lokin

Evrópumeistarar Rússa unnu 81-68 sigur á Lettum í fyrsta leik sínum á EM í körfu í Póllandi sem hófst í dag. Nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Rússa, Kelly McCarty, skoraði 8 af 24 stigum sínum á síðustu fjórum mínútum leiksins þegar Rússar gerðu út um leikinn eftir að Lettar höfðu minnkað muninn í tvö stig, 65-63.

Körfubolti

Wenger hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter og spáir því að hann verði spútnikstjarna Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Balotelli þykir vera hæfileikaríkur framherji en hann er einnig þekktur fyrir það að hafa litla stjórn á skapi sínu.

Fótbolti

Pele sannar enn einu sinni að hann er skelfilegur spámaður

Knattspyrnugoðið Pele hefur aldrei sýnt fótboltakunnáttu sína utan vallar og nýjast spádómur hans er enn ein sönnun á því. Pele spáði því í sumar að Nígería yrði fyrsta Afríkuþjóðin til þess að komast í undanúrslit á HM þegar keppnin yrði haldin í Suður-Afríku 2010. Nú stefnir hinsvegar allt í það að Nígería komist ekki einu sinni í úrslitakeppnina.

Fótbolti

Þær sænsku kveiktu í þeim norsku með ummælum á Facebook

Norska kvennalandsliðið í fótbolta vann mjög óvæntan 3-1 sigur á Svíþjóð í átta liða úrslitum Evrópukeppni kvennalandsliða í Finnlandi en norsku stelpurnar voru eins og kunnugt er með íslenska liðinu í riðli og máttu þakka fyrir 1-0 sigur á Stelpunum okkar.

Fótbolti

Henry: Leikmenn franska liðsins eru týndir inn á vellinum

Thierry Henry og félagar í franska landsliðinu eiga í hættu að missa af því að komast á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Henry hefur komið fram fyrir hönd sinna félaga og kvartað við þjálfarann yfir leiðinlegum æfingum og að leikmenn vita ekki hvað er ætlast til þeirra inn á vellinum.

Fótbolti

192 sentímetra Fídji-maður er markahæstur í undankeppni HM

Osea Vakatalesau er langt frá því að vera þekktasta nafnið í boltanum en þessi 23 ára og 192 sentimetra Fídji-maður hefur þó slegið öllum markaskorurum við í undankeppni HM. Vakatalesau skoraði tólf mörk fyrir þjóð sína í undankeppninni en það dugði þó ekki til að Fídji kæmist á HM í Suður-Afríku.

Fótbolti