Sport

Benitez: Við sjáum til hvað gerist í apríl og maí

Rafael Benitez , stjóri Liverpool, er ekki tilbúinn að afskrifa titilvonir síns liðs þrátt fyrir 0-2 tap á móti Chelsea á Brúnni í dag. Þetta var þriðja tap Liverpool á tímabilinu og lið sem tapar 3 af fyrstu 8 leikjum sínum hefur ekki tekist að vinna enska titilinn síðustu 40 ár.

Enski boltinn

Freyr: Við pökkuðum þeim saman

Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson.

Íslenski boltinn

West Ham bjargaði stigi á móti tíu manna liði Fulham

West Ham fór illa með gott tækifæri til að koma sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mátti þakka fyrir 2-2 jafntefli á móti Fulham í dag. West Ham liðið komst í 1-0 og lék manni fleiri frá 40. mínútu. Everton og Stoke gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma.

Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Liverpool-liðið saknar Alonso

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er á því að Liverpool-liðið hafi misst mikið þegar félagið seldi Xabi Alonso til Real Madrid í haust. Hann segist hafa verið mjög hrifinn af samvinnu Alonso og Javier Mascherano þegar AC Milan mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007. Ancelotti ætlar væntalega að nýta sér þetta þegar liðin mætast í dag klukkan 15.00 í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Enski boltinn

Frank Lampard: Erfiðast að spila á móti Steven Gerrard

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að verkefni dagsins sé það erfiðasta í boltanum. Hann mætir þá félaga sínum í enska landsliðinu, Steven Gerrard, þegar lið þeirra Chelsea og Liverpool mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Brúnni og hefst klukkan 15.00.

Enski boltinn

Áttundi bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks í kvennaflokki

Tvö sigursælustu félög í sögu bikarkeppni kvenna, Valur og Breiðablik mætast í dag í 25. bikarúrslitaleik kvenna frá upphafi og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Laugardalsvellinum. Þetta verður í áttunda sinn sem þessi tvö lið mætast í bikarúrslitaleik kvenna þar af í fimmta sinn sem leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum.

Íslenski boltinn

Freyr: Finn að liðið er sært frá því í fyrra

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Valskonur sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár geta þar unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2006.

Íslenski boltinn

Þjálfaramet í hættu í úrslitaleikjum Powerade-bikarsins í dag

Úrslitaleikir Powerade-bikars karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Kvennalið KR og Hamars mætast klukkan 13.00 og klukkan 15.30 hefst leikur karlaliða Njarðvíkur og Grindavíkur. Kvennalið KR og karlalið Grindavíkur töpuðu úrslitaleikjunum keppninnar í fyrra og eru bæði sigurstranglegri í leikjum dagsins.

Körfubolti

Pepe Reina: Fernando Torres er betri en Didier Drogba

Pepe Reina segir enginn vafa vera í sínum huga að Fernando Torres sé besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Margir líta á leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag sem einvígi tveggja heitustu framherja deildarinnar, Fernando Torres hjá Liverpool og Didier Drogba hjá Chelsea.

Enski boltinn

Þorsteinn farinn að þjálfa 3. flokk hjá KR

Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. flokks karla hjá KR ásamt bróður sínum Valþóri Halldórssyni en Þorsteinn tók við liði Þróttar í Pepsi-deild karla um mitt sumar en náði ekki að bjarga liðinu frá falli. Þorsteinn verður aðalþjálfari 3. flokks og Valþór aðstoðarþjálfari en þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn

Glock keppir ekki vegna meiðsla

Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans.

Formúla 1

Bent: Svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum

Darren Bent og félagar í Sunderland urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að ná í stig á Old Trafford á þessu tímabili en hann var engu að síður svekktur með að ná ekki að vinna leikinn. United jafnaði með sjálfsmarki Anton Ferdinand í uppbótartíma.

Enski boltinn

Zlatan skoraði ekki en Barcelona hélt sigurgöngunni áfram

Zlatan Ibrahimovic tókst ekki að setja nýtt félagsmet þegar Barcelona vann 1-0 sigur á Almeria á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona hefur þar með unnið sex fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu en Zlatan hafði fyrir kvöldið í kvöld skorað í öllum deildarleikjum liðsins.

Fótbolti

Button býst ekki við titili í nótt

Jenson Button gerir ekki ráð fyrir að landa meistaratitlinum í Formúlu 1 í nótt í japanska kappakstrinum á Suzuka. Hann ræsir tólfti af stað, en keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello er tíundi og Sebastian Vettel er fremstur.

Formúla 1

Sjálfsmark tryggði United stig í uppbótartíma

Manchester United náði að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Anton Ferdinand skoraði sjálfsmark á annarri mínútu í uppbótartíma eftir gríðarlega pressu Manchester United í lokin. Sunderland komst tvisvar yfir í leiknum en lék manni færri síðustu mínúturnar.

Enski boltinn