Sport

Sneijder hamingjusamur hjá Inter

Hollendingurinn Wesley Sneijder segist njóta sín í botn hjá Inter og saknar ekkert tímanna hjá Real Madrid þar sem hann náði sér aldrei almennilega á strik.

Fótbolti

Lampard frá í þrjár vikur

Meiðsli Frank Lampard, leikmanns Chelsea og enska landsliðsins, reyndust minni en í fyrstu var óttast. Hann meiddist á læri á æfingu með enska landsliðinu og flaug heim frá Katar í gær.

Fótbolti

Nani reynir að gera lítið úr ummælum um Ferguson

Flestir voru á því að Portúgalinn Nani hefði skotið sig hraustlega í fótinn með ummælum sínum um Sir Alex Ferguson fyrr í vikunni. Þá sagði Nani frá reiðiköstum stjórans og gagnrýndi hann fyrir að hamla þróun sinni em knattspyrnumaður.

Enski boltinn

Inter vill fá Messi

Joan Laporta, forseti Barcelona, greindi frá því að forráðamenn Inter færu ekki í grafgötur með að félagið vill kaupa Lionel Messi frá Barca.

Fótbolti

Ívar framlengir við Fram

Ívar Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram en greint var frá tíðindunum á heimasíðu Safamýrarfélagsins í kvöld.

Fótbolti

Patrekur: Áttum skilið eitt stig

Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig.

Handbolti

Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur

Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað.

Handbolti