Umfjöllun: Ólseigir Gróttumenn léku á als oddi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:22 Jón Karl Björnsson átti góðan leik fyrir Gróttu í kvöld. Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita