Sport

Kamerún komið á HM

Liðin halda áfram að týnast inn á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku næsta sumar. Nú síðast var það Kamerún sem tryggði sig inn á mótið.

Fótbolti

Aron: Eigum ýmislegt inni

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER.

Handbolti

Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur

„Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26.

Handbolti

Umfjöllun: Haukar nældu í jafntefli í lokin

Haukar gerðu í dag jafntefli við ungverska liðið PLER KC í EHF-keppninni í handknattleik karla, 26-26. Gestirnir réðu ferðinni allan tímann og var það ekki fyrr en í sömu andrá leiktíminn rann út sem Einar Örn Jónsson jafnaði metin fyrir Hauka.

Handbolti

Pires: Domenech er aumingi

Robert Pires hefur ekki enn sagt sitt síðasta orð í stríðinu við Raymond Domenech, landsliðsþjálfara Frakka. Þjálfarinn vill ekki velja Pires í landsliðið og það er Pires afar ósáttur við.

Fótbolti

Nýja Sjáland á HM í fyrsta sinn síðan 1982

Nýja Sjáland gerði sér lítið fyrir í nótt og tryggði sér farseðilinn á HM í Suður Afríku næsta sumar. Liðið lagði þá Bahrain, 1-0, í síðari leik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1982 sem landið kemst á HM.

Fótbolti

Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára

„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi.

Fótbolti

Button og Raikkönen bítast um McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið.

Formúla 1

Eyjólfur: Strákarnir mættu einbeittir til leiks

„Við áttum frábær upphlaup og nokkra góða leikkafla og í heildina litið var þetta mjög gott. Við byrjuðum leikinn mjög vel og ég var mjög ánægður hvað strákarnir mættu einbeittir til leiks og tóku leikinn strax í sýnar hendur.

Fótbolti

Öruggur sigur hjá U-21 árs landsliði Íslands

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta unnu í kvöld 0-6 sigur gegn San Marinó í undankeppni EM 2011 en leikið var ytra. Þetta var fjórði sigur íslensku strákanna í fimm leikjum í undankeppninni og liðið skaust á topp riðilsins með sigrinum.

Fótbolti

Iceland Express-deild karla: KR aftur á sigurbraut

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem KR, Keflavík og Snæfell fóru með sigra af hólmi. KR-ingar komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp gegn Njarðvík með skömmu millibili í deild og bikar þegar þeir unnu 71-100 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.

Körfubolti

Cudicini á leið í aðgerð

Carlo Cudicini er á leið í aðgerð eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í gær. Í slysinu brákaðist hann á báðum úlnliðum og meiddist einnig á mjöðm.

Enski boltinn