Sport

Poulter ætlar að nota Twitter

Kylfingurinn Ian Poulter segir það ekki vera rétt að leikmenn Evrópu í Ryder Cup séu í Twitter-banni og hann ætlar að halda áfram að nota samskiptavefinn meðan á mótinu stendur.

Golf

Snæfellingar búnir að vinna fimm úrslitaleiki í röð í Höllinni

Snæfellingar eiga nú orðið margar skemmtilegar minningar frá ferðum sínum suður í Laugardalshöll á síðustu sex árum. Snæfell tryggði sér sigur í Lengjubikarnum 2010 með 97-93 sigri á KR í úrslitaleiknum á Höllinni á sunnudaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Snæfell vinnur Fyrirtækjabikarinn frá og með árinu 2004.

Körfubolti

FIFA ætlar að gefa markverði Tógó 2,8 milljónir

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lofað að gefa markverði frá Tógó 25 þúsund dollara peningagjöf frá sambandinu. Umræddur markvörður slasaðist í hríðskotaárás á rútu landsliðs Tógó fyrir Afríkukeppnina í byrjun ársins. Þetta gera um 2,8 milljónir íslenskar króna.

Fótbolti

Villarreal fór upp fyrir Barcelona í spænsku deildinni

Villarreal komst upp í 2. sætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld með því að vinna 3-2 útisigur á Malaga en öll fimm mörk leiksins komust á fyrstu 34 mínútunum. Villarreal fór upp fyrir Barcelona á markatölu en er einu stigi eftir toppliði Valencia.

Fótbolti

Sigmundur dæmir hjá sænsku meisturunum annað kvöld

Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefur í nóg að snúast þessa daganna. Hann dæmdi úrslitaleik Lengjubikars karla á milli Snæfells og KR í gær og flaug síðan til Svíþjóðar í dag þar sem hann mun dæma leik í Evrópukeppni karla annað kvöld.

Körfubolti

Sevilla rak þjálfarann sinn

Antonio Alvarez er fyrsta fórnarlamb tímabilsins í spænska boltanum því Sevilla hefur rekið hann sem þjálfara félagsins eftir tap gegn Hercules í deildinni. Gregorio Manzano hefur verið ráðinn í hans stað.

Fótbolti

Rúrik Gíslason innsiglaði góðan sigur OB í kvöld

Rúrik Gíslason skoraði þriðja mark OB í 3-1 sigri á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. OB lenti 0-1 undir á 22. mínútu leiksins en jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiksins og tryggði sér síðan góðan sigur í þeim síðari.

Fótbolti

Íslenska 17 ára landsliðið vann riðilinn

Strákarnir í 17 ára landsliðinu tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 2-1 sigur á Armeníu í lokaleiknum í Keflavík í dag. Íslenska liðið fékk hjálp frá Tyrkjum sem unnu 6-1 sigur á Tékkum og tryggðu sér þar með annað sætið.

Íslenski boltinn

Wayne Rooney verður ekki með á móti Valencia

Wayne Rooney verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en liðið er á leiðinni til Valencia á Spáni þar sem liðið mætir heimamönnum á miðvikudaginn. Rooney er meiddur á ökkla samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Enski boltinn

Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins

FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni.

Íslenski boltinn

Bannað að nota Twitter

Fyrirliðar liðanna í Ryder-bikarnum hafa gert með sér samkomulag um að leikmenn liðanna megi ekki nota Twitter-samskiptasíðuna þar til mótinu er lokið.

Golf

Helgi Már búinn að semja við Uppsala Basket

Helgi Már Magnússon er búinn að finna sér lið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur en hann hefur samið við Uppsala Basket liðið sem kom mjög á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor og sló meðal annars Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall.

Körfubolti

Almunia spilar ekki gegn Partizan

Manuel Almunia mun ekki standa í marki Arsenal gegn Partizan Belgrad í Meistaradeildinni þar sem hann er slæmur í olnboganum. Lukasz Fabianski mun því verja mark Arsenal í leiknum.

Fótbolti

Neville: Bebe þarf tíma

Fjölmiðlaumfjöllunin um portúgalska ungstirnið Bebe hefur verið með ólíkindum. Sir Alex Ferguson keypti hann á 7 milljónir punda án þess að hafa séð hann spila.

Enski boltinn

FH og Fram spáð titlinum

Kynningarfundur fyrir N1-deildirnar í handbolta fór fram í hádeginu. Þar var meðal annars birt hin árlega spá þjálfara og forráðamanna liðanna.

Handbolti

Lampard ekki með Chelsea á morgun

Það er enn nokkuð í það að Frank Lampard spili aftur með Chelsea. Félagið staðfesti það í dag og hann spilar því ekki með liðinu í Meistaradeildinni á morgun gegn Marseille.

Fótbolti

Kobe ekki byrjaður að æfa

Meistarar LA Lakers eru byrjaðir að æfa fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni. Tvo menn vantar í hópinn sem enn eru að jafna sig eftir aðgerð á hné í sumar.

Körfubolti

Tottenham í varnarmannakrísu

Tottenham er í meiðslavandræðum og verður án William Gallas næstu þrjár vikurnar en varnarmaðurinn meiddist á æfingu fyrir helgina. Ledley King verður einnig á hliðarlínunni vegna meiðsla næstu vikurnar.

Enski boltinn