Sport

Glæsimark Gylfa dugði ekki til

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að slá í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim. Gylfi skoraði öðru sinni í vetur beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inn af bekknum skömmu áður.

Fótbolti

Adebayor vill fara til Juventus

Emmanuel Adebayor er eitthvað farið að leiðast þófið hjá Man. City og hann hefur nú látið í það skína að hann vilji fara til Juventus en liðin mættust einmitt í Evrópudeildinni í vikunni.

Enski boltinn

Macheda lánaður til Lazio

Lazio hefur náð samkomulagi við Man. Utd um lán á ítalska framherjanum Federico Macheda. La Gazzetta dello Sport segir að leikmaðurinn fari í janúar og að Lazio geti keypt hann í lok leiktíðar.

Enski boltinn

Rooney: Ég er mannlegur og mér sárnar

Wayne Rooney segir í einkaviðtali við Sky Sports að síðustu vikur hafi verið honum erfiðar og að honum líði alls ekkert of vel. Fjölmiðlaumfjöllunin og áföllin í einkalífinu hafi skaðað hann.

Enski boltinn

Bandaríkjamenn leiða í Ryder-bikarnum

Það tókst að klára fyrstu umferðina í Ryder-bikarnum í morgun og eftir hana hafa Bandaríkjamenn nauma forystu. Þeir nældu í tvo og hálfan vinning á meðan Evrópa fékk einn og hálfan.

Golf

Real Madrid sendi námuverkamönnunum í Chile áritaðar treyjur

Spænska stórliðið Real Madrid hefur gert sitt til að hughreysta námuverkamennina sem lokuðust í koparnámu í norðurhluta Chile 5. ágúst síðastliðinn. Viðamikil björgunaraðgerð stendur nú yfir til þess að ná mönnunum upp á yfirborðið en hún hefur staðið yfir í rétt tæpa tvo mánuði og er langt frá því að vera lokið.

Fótbolti

Dani Alves með nýtt samningstilboð á borðinu

Barcelona hefur boðið brasilíska landsliðsmanninum Dani Alves nýjan samning sem myndi halda leikmanninum hjá Katalóníu-félaginu til ársins 2015. Núverandi samningur Dani Alves rennur út í júní 2012 en hann hefur einu sinni hafnað því að framlengja samning sinn við félagið.

Fótbolti

Miguel tjáir ást sína á Liverpool

Miguel, bakvörður spænska liðsins Valencia, myndi fagna því tækifæri að fá að spila með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Góður vinur Miguel, Portúgalinn Raul Meireles, fór til enska liðsins á dögunum.

Enski boltinn

Rigningin að riðla öllu í Ryder-bikarnum

Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja.

Golf

Sven-Göran að tala við Leicester City

Sven-Göran Eriksson, fyrrum stjóri Manchester City og enska landsliðsins gæti verið á leiðinni í enska boltann á ný því það kemur til greina að hann tæki við stjórastöðunni hjá Leicester City en Paulo Sousa er hættu hjá félaginu.

Enski boltinn

Agbonlahor á leið í aðgerð

Hinn skemmtilegi leikmaður Aston Villa, Gabriel Agbonlahor, verður frá æfingum og keppni næstu tvær vikurnar þar sem hann þarf að fara í minniháttar aðgerð. Hann fer í hana á mánudag.

Enski boltinn

Adriano kominn undir 100 kílóin

Brasilíski framherjinn hjá Roma Adriano viðurkennir að hann sé of þungur og þurfi að létta sig áður en hann geti orðið jafn hættulegur framherji og hann eitt sinn var.

Fótbolti

Real Madrid æfir fyrir luktum dyrum

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, er greinilega orðinn þreyttur á ágangi fjölmiðla því hann ætlar að loka fyrir aðgang fjölmiðla að æfingum félagsins fram yfir næsta leik liðsins.

Fótbolti