Sport

Ótrúlegt klúður

Knattspyrnumenn fara oft illa með góð færi í leikjum en stundum eru klúður þeirra svo ótrúleg að þau vekja athygli um allan heim. Slíkt var einnig tilfellið hjá táningnum Khalfan Fahad, leikmanni landsliðs Katar.

Fótbolti

Donadoni tekur við Cagliari

Fyrrum landsliðsþjálfari Ítala, Roberto Donadoni, hefur tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Capello styður ákvörðun Terry

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, styður ákvörðun John Terry að taka sér hvíld frá knattspyrnu á meðan að hann nær sér góðum af meiðslum sem hafa verið að plaga hann.

Enski boltinn

Cech: Það getur verið gott að fá skell einstaka sinnum

Petr Cech, markvörður Chelsea, er á því að það gæti bara verið gott fyrir liðið að hafa fengið skellinn á móti Sunderland á sunnudaginn. Chelsea tapaði þá 0-3 á heimavelli en liðið hafði unnið fyrstu sex heimaleiki sína á tímabilinu með markatölunni 17-0.

Enski boltinn

Siggi Eggerts: Ef við vinnum þá fær Kristján tapið afskrifað

Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Gróttu í handbolta, telur engar líkur vera á því að Grótta vinni FH í Eimskipsbikarnum í kvöld. Sigurður segir í samtali við grottasport.is að ef Grótta vinni leikinn muni Kristján Arason, þjálfari FH, fá tapið afskrifað og þar með vinna leikinn.

Handbolti

Tvíburar verða lukkudýr EM 2012

Það er farið að styttast í næsta Evrópumót í fótboltanum sem fram fer í Póllandi og Úkraínu sumarið 2012. Undankeppnin er komin á fullt og nú hafa mótshaldarar frumsýnt lukkudýr keppninnar.

Fótbolti

Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi

„Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni.

Golf

Haukur og félagar á góðu skriði - myndband

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum.

Körfubolti