Handbolti

Magdeburg: Björgvin Páll passar vel í hópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Stefán
Þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Björgvin Páll Gústavsson hefði gert tveggja ára samning við félagið. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær.

Í tilkynningu á heimasíðu Magdeburg er því fagnað að Björgvin Páll hafi valið að ganga til liðs við félagið þrátt fyrir áhuga annarra í þýsku úrvalsdeildinni.

Björgvin Páll er 25 ára gamall og á mála hjá svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen auk þess sem hann hefur tvívegis unnið til verðlauna á stórmóti með íslenska landsliðinu. Hann fer til Þýskalands eftir að tímabilinu lýkur í vor.

„Hann býr nú þegar yfir mikilli reynslu af alþjóðahandbolta og er sú týpa sem passar vel inn í leikmannahóp okkar," sagði í tilkynningu frá Magdeburg.

Björgvin Páll mun keppa við hollenska markvörðinn Gerrie Eijlers um markvarðastöðuna hjá Magdeburg en sá hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár til viðbótar. Gamli samningurinn átti að renna út í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×