Handbolti

Risaslagur í þýska handboltanum í kvöld - í beinni á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er oft gaman að fylgjast með tilþrifum Alfreðs Gíslasonar á hliðarlínunni.
Það er oft gaman að fylgjast með tilþrifum Alfreðs Gíslasonar á hliðarlínunni. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Það verður alvöru toppslagur í þýska handboltanum í kvöld þegar HSV Hamburg tekur á móti Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í THW Kiel. Liðin enduðu í tveimur efstu sætunum í fyrra og sitja nú jöfn að stigum í tveimur efstu sætum þýsku deildarinnar í dag.

THW Kiel vann þýska meistaratitilinn í fyrra og lykilisigur liðsins á lokasprettinum var þegar liðið vann 33-31 útisigur á HSV Hamburg. Hamburgar-menn ætla sér væntanlega að hefna fyrir það tap í kvöld en Kiel hefur haft ágætt tak á nágrönnum sínum með 12 sigra og aðeins 2 töp í 18 innbyrðisleikjum liðanna.

HSV Hamburg tapaði óvænt fyrir FA Göppingen í fyrsta leik en hefur síðan unnið tíu deildarleiki í röð. THW Kiel er búið að vinna sex deildarleiki í röð síðan liðið tapaði fyrir Füchse Berlin 19. september

Leikur HSV Hamburg og THW Kiel verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×