Handbolti

Hamburg hafði betur gegn Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johannes Bitter var magnaður í kvöld.
Johannes Bitter var magnaður í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Hamburg vann í kvöld gríðarlegan mikilvægan sigur á Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, 26-25, á heimavelli.

Kiel hafði undirtökin lengst af í leiknum og fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12.

En Hamburg náði að vinna sig inn í leikinn og skoraði svo síðustu þrjú mörkin. Miklu munaði um að Johannes Bitter, markvörður Hamburg, varði þrjú vítaköst í leiknum, þar af afar mikilvægt víti þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Það var svo Pólverjinn Marcin Lijewski sem skoraði sigurmark Hamburg þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá hafði Jerome Fernandez tapað boltanum í sókninni hjá Kiel á klaufalegan máta.

Aron Pálmarsson átti fína spretti með Kiel í kvöld og skoraði tvö mörk. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.

Lijewski og Blazenko Lackovic skoruðu sex mörk fyrir Hamburg í kvöld og þeir Momir Ilic og Filip Jicha sjö hvor.

Eftir sigurinn er Hamburg eitt á toppi deildarinnar með 22 stig en Kiel er með 20.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×