Sport

Hodgson: Cole klár um helgina

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, á von á því að Joe Cole verði orðinn heill af meiðslum sínum þegar að liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Tottenham vill Enrique frá Newcastle

Spænski bakvörðurinn Jose Enrique hjá Newcastle er á óskalistanum hjá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham. Redknapp er að skoða leikmenn til að styrkja varnarleik síns liðs.

Enski boltinn

Snæfell vann sinn fimmta leik í röð - myndir

Íslands- og bikarmeistarar Snæfellinga eru áfram á toppnum í Iceland Express deild karla eftir sextán stiga sigur á Haukum, 105-89, á Ásvöllum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sjá sjöundi í átta deildarleikjum á tímabilinu.

Körfubolti

Jón Arnór með tíu stig í tveggja stiga tapi

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada þurftu að sætta sig við tveggja stiga tap á útivelli á móti Fuenlabrada, 74-72, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Jón Arnór skoraði 10 stig á 24 mínútum en hitti ekki vel í leiknum.

Körfubolti

Nedved sagði nei við Mourinho

„Mér brá þegar ég heyrði rödd hans í símanum," segir hinn tékkneski Pavel Nedved í viðtali í ítölsku blaði. Þar segir hann frá því þegar Jose Mourinho reyndi að fá sig til Inter.

Fótbolti

Draumabyrjun Stólanna dugði skammt í DHL-höllinni

KR vann 19 stiga sigur á Tindastól, 107-88, í Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í kvöld. Tindastóll komst í 24-9 í fyrsta leikhluta en KR-ingar unnu upp muninn í öðrum leikhlutanum og stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann 37-16.

Körfubolti

Snæfelingar áfram á góðu skriði - unnu Hauka létt á Ásvöllum

Snæfellingar eru áfram á toppi Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur á Haukum á Ásvöllumn í kvöld, 105-89. Snæfellingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhlutanum og litu aldrei til baka eftir það. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð og hafa Íslandsmeistararnir nú unnið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti

Stjarnan endaði taphrinuna með sigri á botnliði ÍR

Stjörnumenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍR-inga með 13 stigum í Garðabænum í kvöld, 89-76. Stjarnan var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar en það var ljóst frá byrjun þessa leiks að lærisveinar Teits Örlygssonar ætluðu að breyta því í kvöld.

Körfubolti

Cassano til Juventus?

Vandræðagemsinn Antonio Cassano er nú orðaður við Juventus og talið að félagið gæti reynt að fá þennan öfluga sóknarmenn þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar.

Fótbolti

Redknapp: Chelsea enn líklegast

„Ég tel Chelsea enn vera líklegasta liðið til að hampa titlinum. Manchester United og Arsenal koma þar rétt á eftir," segir Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.

Enski boltinn

Framkonur komnar áfram í sextán liða úrslitin

Kvennalið Fram er komið í sextán liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sjö marka sigur, 31-24, í seinni leiknum á móti úkraínska liðinu Podatkova í dag. Fram vann fimmtán marka sigur í fyrri leiknum í gær og náði mest tíu marka forskoti í leiknum í dag. Sætið í sextán liða úrslitunum var því aldrei í hættu.

Handbolti

Mancini: Vonandi kemur Maradona líka á næsta leik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var að sjálfsögðu ánægður eftir 4-1 útisigur liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum komst liðið aftur upp í fjórða sæti deildarinnar og er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliðum Chelsea og Manchester United.

Enski boltinn

Alfreð hafði betur gegn Guðmundi í Meistaradeildinni

Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann þriggja marka sigur á Rhein-Neckar Löwen, liði Guðmundar Guðmundssonar, 30-27, í Meistaradeildinni í dag. Kiel náði mest átta marka forskoti í leiknum en Rhein-Neckar Löwen náði að minnka muninn á lokasprettinum.

Handbolti