Handbolti

Fram og Haukar mætast í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.
Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram. Mynd/Stefán

Dregið var í fjórðungsúrslit í Eimskipsbikarkeppnum karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag.

Stórleikur umferðarinnar karlamegin er viðureign Fram og Hauka. Þessi lið áttust við í N1-deild karla á miðvikudagskvöldið og þá höfðu Framarar sigur, 31-27.

Selfoss og Valur eigast við í hinum slag N1-deildarliðanna en Akureyri og FH fengu bæði leiki gegn liðum í 1. deildinni.

Ekkert af fjórum efstu liðunum í N1-deild kvenna drógust saman í fjórðungsúrslitin kvennamegin. Þau fengu öll útileiki en bikarmeistarar Fram mæta Val 2.

Eimskipsbikar karla:

Víkingur - Akureyri

Fram - Haukar

ÍR - FH

Selfoss - Valur

Leikirnir fara fram 5. og 6. desember.

Eimskipsbikar kvenna:

HK - Stjarnan

ÍBV - Valur

Fjölnir/Afturelding - Fylkir

Valur 2 - Fram

Leikirnir fara fram 18. og 19. janúar.


Tengdar fréttir

Sturla: Viljum sýna okkar rétta andlit

Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, á von á erfiðum leik þegar að liðið mætir Selfossi í fjórðungsúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. Dregið var í hádeginu í dag.

Reynir Þór: Getum unnið hvaða lið sem er

Fram og Haukar eigast við í stórleik fjórðungsúrslita Eimskipsbikarkeppni karla en dregið var í hádeginu í dag. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, á von á hörkuleik.

Einar: Allt getur gerst í bikarnum

Dregið var í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarkeppni kvenna í dag og neitaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, því ekki að niðurstaðan hafi verið góð fyrir keppnina sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×