Sport

Öll mörk helgarinnar á Vísi

Eins og alltaf má sjá öll mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Myndböndin eru birt á Vísi skömmu eftir að hverjum leik lýkur en það var nóg um að vera í enska boltanum um helgina.

Enski boltinn

Veigar Páll ætlar að létta sig

"Ég ætla að létta mig,“ segir Veigar Páll Gunnarsson í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten en hann ætlar sér stóra hluti með norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk á næstu leiktíð.

Fótbolti

Guðjón Valur íhugar framtíð sína hjá Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson var allt annað en sáttur við sjálfan sig eftir að lið hans, Rhein-Neckar Löwen, tapaði óvænt fyrir franska liðinu Chambery í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann íhugar nú stöðu sína hjá liðinu.

Handbolti

Benzema með tvö í sigri Real Madrid

Frakkinn Karim Benzema skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann mikilvægan útisigur á Racing Santander í kvöld, 1-3. Emmanuel Adebayor kom Real yfir á 24. mínútu og Benzema bætti við öðru marki þremur mínútum síðar.

Fótbolti

Toppliðin með sigra á Ítalíu

Inter Milan vann góðan sigur á Genoa í dag á heimavelli sínum í ítölsku deildinni, 5-2. Samuel Eto'o skoraði tvö mörk fyrir Inter sem þar með er komið í annað sæti deildarinnar með 56 stig og er fimm stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan sem eru efstir.

Fótbolti

Redknapp vonsvikinn með jafnteflið

Harry Redknapp er vonsvikinn eftir að sínir menn í Tottenham gerðu 3-3 jafntefli við Wolves í ensku deildinni í dag. Eftir leikinn er Tottenham í 5. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.

Enski boltinn

Ingi Þór: Mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla

"Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð á óvart og er mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sem varð deildarmeistari í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfell vann sigur á Hamri á heimavelli, 76-64 á meðan KR tapaði illa fyrir ÍR í Seljaskóla, 125-94. Þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari.

Körfubolti

Aron markahæstur í sigri Kiel

Aron Pálmarsson lék vel með Kiel í kvöld og var markahæstur með sjö mörk í sigri liðsins gegn pólska liðinu Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Handbolti

Kalou íhugar að yfirgefa Chelsea

Salomon Kalou viðurkennir að hann muni jafnvel yfirgefa herbúðir Chelsea í sumar. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu á þessari leiktíð og koma Spánverjans Fernando Torres hefur fært hann neðar í goggunarröðinni.

Enski boltinn

Ásbjörn: Unnum fyrir hvorn annan

“Við vorum lengi í gang í dag. Þegar það voru 20 mínútur eftir þá small leikurinn saman hjá okkur,” sagði Ásbjörn Friðriksson, sigurreifur eftir góðan sigur FH gegn Fram, 28-33 í N1 deildinni í handbolta í dag.

Handbolti

Reynir Þór: Margt sem þarf að laga

"Við tókum of mörg ótímabær skot í seinni hálfleik og í kjölfarið missum við FH of langt á undan okkur. Einnig náðum við aldrei taktinum í varnarleiknum og sóknarleikurinn var stirður. Það er margt sem þarf að laga," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram eftir tap liðsins 28-33 tap fyrir FH í N1 deild karla í dag.

Handbolti

Sex mörk í jafntefli Wolves og Tottenham

Wolves og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í frábærum fótboltaleik á Molineux í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham komst tvisvar yfir í leiknum en sá á eftir mikilvægum stigum í harðri baráttu um 4. sætið við Chelsea. Tottenham hafði heppnina með sér í tveimur umdeildum dómum og hefði því auðveldlega getað tapað þessum leik.

Enski boltinn

Fjórða tap Framara í röð - FH-sigur í Safamýri

FH vann góðan sigur á Fram í baráttunni um annað sætið í N1 deild karla, 28-33 í Safamýrinni í dag. Fram hafði undirtökin í leiknum framan af og leiddi í hálfleik, 15-14. FH komst með því upp fyrir Fram og í 2. sæti deildarinnar en Akureyri er með sex stiga forskot á toppnum.

Handbolti

Verður van Gaal rekinn frá Bayern?

Sögusagnir eru um að Hollendingurinn Louis van Gaal verði rekinn frá Bayern Munich á næstu dögum. Bayern tapaði fyrir Hannover, 3-1, í gær og á að hættu að ná ekki í sæti í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Atli Sveinn framlengir við Val

Knattspyrnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson hefur framlengt samning sinn við Val um eitt ár. Samningur hans við Val átti að renna út í haust eftir keppnistímabilið í Pepsi-deildinni en hefur nú framlengt til haustsins 2012. Frá þessu er greint á heimasíðu Vals í dag.

Fótbolti