Sport

Liðið getur náð enn lengra

Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu.

Íslenski boltinn

Guðmundur: Þurfum fulla Laugardalshöll

Á morgun mun íslenska handboltalandsliðið taka á móti því þýska í undankeppni EM 2012. Liðin mætast svo aftur ytra á sunnudaginn en um gríðarlega mikilvæga leiki er að ræða fyrir bæði lið.

Handbolti

Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu

Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins.

Formúla 1

Van Persie fer með Arsenal til Spánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kom öllum á óvart í dag þegar hann tilkynnti að Hollendingurinn Robin Van Persie yrði í leikmannahópi félagsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Gunnar æfir með Norrköping á Mallorca

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við ÍBV, er nú til skoðunar hjá sænska liðinu Norrköping. Framherjinn mun dvelja með liðinu í æfingabúðum á Mallorca á Spáni fram í miðjan mars.

Fótbolti

Sabbatini sigraði með nýja svarta kúrekahattinn

Rory Sabbatini sigraði á Honda Classic meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af bandarísku PGA atvinnumótaröðinni. Hinn 34 ára gamli Sabbatini var með fimm högg í forskot fyrir lokadaginn en hann var einu höggi betri en YE Yang frá Suður-Kóreu. Sabbatini var samtals á 9 höggum undir pari.

Golf