Sport

Heimir: Menn eins og Uxinn mega ekki gleymast

Fyrirliðinn Heimir Örn Árnason lék sér að því að henda bikarnum fyrir sigur í N1-deildinni á loft í kvöld. Mikil stemning var í Höllinni á Akureyri þegar bikarinn flaug á loft hjá fyrirliðanum sem sjálfur var kampakátur.

Handbolti

Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

"Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram

HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu.

Handbolti

Þórir reyndi að endurtaka ótrúlega skotið - æfir sig daglega

Tæplega 8000 manns höfðu nú í kvöld skoðað á Youtube ótrúlegt körfuboltaskot hjá 12 ára körfuboltastrák úr KR og eru tilþrifin stórkostleg. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði með því að kasta boltanum yfir völlinn endilangan og hann var nálægt því að endurtaka leikinn þegar Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 heimsótti hann í DHL-höll KR-inga í dag.

Körfubolti

Valsmenn felldu Selfoss en misstu af úrslitakeppninni

Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í síðustu sjö leikjum í N1 deild karla þegar þeir unnu sex marka sigur á Selfossi, 26-19, í Vodafone-höllinni en það var þó ekki nóg til þess að halda lífi í voninni um að komast í úrslitakeppninni. HK vann Fram á sama tíma og eiga Hlíðarendapiltar því ekki lengur möguleika á því að ná fjórða og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina.

Handbolti

Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum

FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir.

Handbolti

Steinþór búinn að semja við norska liðið Sandnes

Steinþór Freyr Þorsteinsson er orðinn ljósblár því þessi fyrrum Stjörnumaður búinn að semja við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf til loka ársins 2011. Steinþór hefur verið að leita sér að liði síðan að sænska liðið Örgryte varð gjaldþrota á dögunum. Þetta er staðfest á heimasíðu Sandnes.

Fótbolti

Forsetinn mætir á Hafnarfjarðarslaginn

Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið á Hafnarfjarðaslag FH og Hauka sem fer fram í N1-deild karla í kvöld. Forsetinn hefur reyndar legið með flensu en hann hefur nú staðfest komu sína.

Handbolti