Sport

Meistaradeildin: Kiel mætir Barcelona

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska liðinu Kiel eiga erfitt verkefni fyrir höndum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Kiel dróst gegn spænska stórliðinu Barcelona.

Handbolti

Pardew vill halda Barton

Alan Pardew, stjóri Newcastle, vill alls ekki missa miðjumanninn Joey Barton frá félaginu og ætlar að gera sem í sínu valdi stendur til þess að halda honum.

Enski boltinn

Fabregas slapp ómeiddur úr bílslysi í dag

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, lenti í bílslysi á leiðinni á æfingu í dag en slapp ómeiddur alveg eins og ökumaður hinnar bifreiðarinnar. Fabregas lét þetta bílslys ekki mikið á sig fá og mætti strax á eftir á æfingu hjá Arsenal.

Enski boltinn

Petrov: Frábært að standa á verðlaunapallinum

Vitaly Petrov frá Rússlandi komst fyrstur Rússa á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton í Melbourne í Ástralíu fyrir átta dögum síðan. Vettel vann fyrstu keppni ársins á Red Bull, Hamilton varð annar á McLaren og Petrov þriðji á Renault.

Formúla 1

Wayne Rooney kærður og fær tveggja leikja bann

Wayne Rooney mun fá refsingu fyrir fagnaðarlæti sín á móti West Ham um helgina en hann fór þá með ljót blótsyrði beint fyrir framan myndavélina eftir að hann innsiglaði þrennu sína í leiknum. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að taka málið fyrir.

Enski boltinn

Barrichello: Hlakka til að keyra ótrúlega braut

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti Formúlu 1 ökumaðurinn og hann telur að mikið muni reyna á dekkin á Sepang brautinni um næstu helgi. Liðsfélagi Barrichello er Pastor Maldonado frá Venúsúela, sem ók í sína fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á dögunum.

Formúla 1

Guardiola segist ekki vera að hætta

Fjölmiðlar greindu frá því fyrir skemmstu að Pep Guardiola ætlaði sér að hætta að þjálfa Barcelona árið 2012. Guardiola segir þessar fréttir ekki réttar. Hann sé ekki að íhuga að hætta.

Fótbolti

Ronaldo vill spila þó svo læknarnir vilji það ekki

Stjörnurnar í liðum Real Madrid og Tottenham eru að skríða saman fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Við greindum frá því í morgun að Gareth Bale muni hugsanlega spila og nú segist Cristiano Ronaldo hjá Real vera klár í bátana.

Fótbolti

Bale hugsanlega með gegn Real Madrid

Vængmaðurinn Gareth Bale mun fljúga með Tottenham til Spánar og bendir flest til þess að hann muni leika með Spurs í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid.

Fótbolti

NBA: Dýrt tap hjá Lakers

Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow."

Körfubolti

Martraðatímbil Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu.

Enski boltinn

Verður Gerrard frá út tímabilið?

Sögusagnir eru uppi um að tímabilinu hjá Steven Gerrard sé lokið eftir að meiðsli í nára tóku sig upp á ný á æfingu með Liverpool á föstudag. Hann fór í aðgerð vegna þessara meiðsla í lok mars og hefur síðan þá ekkert leikið með liðinu.

Enski boltinn

Mickelson fagnaði sigri í Houston

Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn.

Golf

Aron í liði vikunnar

Þýska handboltaritið Handball-Woche valdi Aron Pálmarsson, leikmann Kiel, í lið vikunnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem að Aroni hlotnast þessi heiður.

Handbolti

Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters

Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum.

Golf

Moyes hótar að yfirgefa Everton

Knattspyrnustjóri Everton, David Moyes, hótar að yfirgefa liðið fari svo að liðið eignist ekki nýja eigendur í sumar sem eru tilbúnir til að veita honum stuðning á leikmannamarkaðinum.

Enski boltinn

Berlusconi: Balotelli hentar ekki AC Milan

Forseti AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur engan áhuga á að fá vandræðagemsann Mario Balotelli til liðsins. Orðrómur hefur verið uppi um að Milan muni gera tilboð í leikmanninn í sumar en Berlosconi er á öðru máli.

Fótbolti