Sport

Heidfeld telur Renault geta keppt við toppliðin

Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld hjá Renault telur að ef lið sitt nær betri árangri í tímatökum, þá geti það keppt við liðin sem eru ofar að stigum, en það eru Red Bull, McLaren og Ferrari. Heidfeld varð sjöundi í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Hann er með 21 stig í stigakeppni ökumanna eins og liðsfélaginn Vitaly Petrov, en sex ökumenn eru með fleiri stig. Þeir Renault félagar keppa á Spáni um helgina.

Formúla 1

Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar

Það styttist biðin eftir fyrsta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Blaðið hefur aldrei verið eins glæsilegt og nú, heilar 148 blaðsíður stútfullar af áhugaverðu efni. Sportveiðiblaðið ætti því að fara að detta inn um póstlúguna hjá áskrifendum í lok næstu viku næstu viku.

Veiði

Þrír leikmenn AC Milan framlengja

Undirbúningur Ítalíumeistara AC Milan fyrir næsta tímabil gengur vel. Félagið er þegar búið að kaupa Philippe Mexes og þrír núverandi leikmenn félagsins hafa nú framlengt samningi sínum við félagið.

Fótbolti

Young ákveður framtíð sína í sumar

Ashley Young, leikmaður Aston Villa, hefur ekki enn ákveðið framtíð sína og mun hann setjast niður með forráðamönnum Villa eftir tímabilið. Young hefur verið orðaður við fjölda félaga síðustu mánuði. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Villa.

Enski boltinn

Pepsimörkin: Undirbúningur dómara fyrir leik

Í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport s.l. mánudag ræddi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður við dómaratríóið sem dæmdi leik KR og Keflavíkur í 2. umferð Íslandsmóts karla í fótbolta. Gunnar Jarl Jónsson, Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson fóru yfir ýmsa hluti með Guðjóni. Aðstoðardómararnir sögðu við Guðjón að þeir heyri lítið af því sem sagt er við þá á hliðarlínunni.

Íslenski boltinn

Ekki veiðihelgi framundan?

Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri.

Veiði

Nowitzki sá um Oklahoma

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var algjörlega óstöðvandi í nótt og skoraði 48 stig í 121-112 sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder. Dallas er þar með komið í 1-0 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Körfubolti

Tiger ætlar að ná US Open

Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu.

Golf

Mancini: Tevez verður áfram hjá Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gaf það út eftir 3-0 sigur liðsins á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að Carlos Tevez verði áfram hjá félaginu. Tevez fór á kostum í kvöld og skoraði tvö stórglæsileg mörk í leiknum.

Enski boltinn

Reading mætir Swansea á Wembley

Reading er komið alla leið í úrslitaleikinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 útisigur á Cardiff í kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni ensku b-deildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á heimavelli Reading.

Enski boltinn

Reglubreyting FIA gæti breytt gangi mála í Formúlu 1

FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi

Formúla 1

Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018

Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni.

Golf

Man. City tók 3. sætið af Arsenal með öruggum heimasigri á Stoke

Manchester City fylgdi eftir bikarmeistaratitli helgarinnar með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri tók City-liðið þriðja sætið af Arsenal. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni en aðeins þrjú efstu liðin sleppa við að fara í forkeppnina.

Enski boltinn

Barrichello vongóður um framfaraskref

Williams liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum ársins, en reynsluboltinn Rubens Barrichello sem ekur með liðinu ásamt nýliðanum Pastor Maldonado vonast eftir að Williams bíllinn verði betri á Katalóniu brautinni á Spáni um næstu helgi, en í fyrstu fjórum mótum ársins.

Formúla 1

Sauber með endurbættan bíl á Spáni

Sauber liðið frá Sviss mætir með verulega endurbættan bíl í Formúlu 1 mótið á Spáni um næstu helgi. Keppt verður á Katalóníu brautinni sem er nærri Barcleona. Sauber hefur náð í átta stig í fyrstu fjórum mótunum og Kamui Kobayashi náði þeim árangri að ná í stig í síðasta móti þó hann ræsti af stað úr síðsta sæti, eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni.

Formúla 1

Mexes valdi Milan fram yfir Real Madrid

Franski varnarmaðurin Philippe Mexes hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AC Milan en hann kemur til félagsins frá Roma. Mexes segist einnig hafa fengið tilboð frá Real Madrid sem hann hafnaði.

Fótbolti

Valur greiddi eina milljón fyrir Ingólf

Friðjón Fríðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, braut ákveðið blað í íslenskri knattspyrnusögu í dag þegar hann greindi frá kaupverði Ingólfs Sigurðssonar frá KR í Val. Venjulega eru íslensk félög algerlega ófáanleg til þess að staðfesta kaupverð á leikmönnum en Friðjón vildi opinbera töluna til þess að drepa slúðursögur.

Íslenski boltinn