Sport

City lék sér að Sunderland

Manchester City lék sér að Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og vann öruggan sigur, 5-0. City er þar með komið í vænlega stöðu með að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Eiður Smári vermdi tréverið í sigri Fulham

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í sigri Fulham á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Bobby Zamora kom Fulham yfir á 23. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna fyrir heimamenn í Fulham.

Enski boltinn

Jón Arnór með fjögur stig í tapi Granada

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Granada, töpuðu í dag fyrir stórliðinu Real Madrid í spænsku deildinni, 65-73. Jón Arnór lék 24 mínútur í liði Granada og skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Körfubolti

Tímabilinu lokið hjá Kolbeini?

Gertjan Verbeek, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, sagði mögulegt að Kolbeinn Sigþórsson hefði spilað sinn síðasta leik með liðinu á þessu tímabili. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Fótbolti

Ancelotti gefst ekki upp

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sínir menn eigi enn möguleika á enska meistaratitlinum þrátt fyrir að vera nú ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Enski boltinn

Pato með tvö í sigri Milan

AC Milan vann í kvöld gríðarmikilvægan sigur á Inter í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. Brasilíumaðurinn Pato skoraði tvö mörk í 3-0 sigri.

Fótbolti

Auðvelt hjá Kiel sem komst áfram

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel er liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri á Kolding frá Danmörku, 36-29.

Handbolti

Stefán: Höfðum ákveðið frumkvæði allan tíman

„Ég er virkilega ánægður með það að vera komin í úrslit,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn Fylki í dag. Með sigrinum komst Valur í úrslitaeinvígið gegn Fram annað árið í röð. Leikurinn var aldrei spennandi og lauk með sigri Vals 28-20.

Handbolti

Íris Björk: Sýndum frábæran karakter

Íris Björk Símonardóttir markvörður kvennaliðs Fram í handknattleik átti glimrandi leik í dag og varði 17 skot í sigurleik gegn Stjörnunni 21-22. Fram tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitum N1-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum.

Handbolti