Sport

Manchester City vann Barcelona

Kapphlaupi liðanna um 17 ára gamlan miðjumann Celta Vigo, Denis Suarez, lauk í dag þegar forseti Celta staðfesti að félagið hefði tekið tilboði frá Manchester City.

Enski boltinn

Helena Sverrisdóttir semur við Hauka

Fremsta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, hefur skrifað undir samning við Hauka um að taka að sér þjálfun efnilegustu stúlkna Hauka í sumar ásamt að þjálfa á sumaræfingum Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Körfubolti

Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum

Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1.

Formúla 1

Eyjamenn höfðu ekki unnið tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár

ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar þegar Eyjamenn fóru til Keflavíkur og unnu 2-0 sigur. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörkin á fyrstu tíu mínútunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eyjaliðið vinnur tvo fyrstu útileiki sína í úrvalsdeildinni.

Íslenski boltinn

Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren.

Formúla 1

Sunnudagsmessan gerir upp tímabilið í kvöld

Tímabilið 2010-2011 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta verður gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í kvöld – og er þátturinn því alls ekki á hefðbundnum tíma. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason munu veita fjölmörg verðlaun í þættinum í kvöld sem hefst kl. 21.00. Og helstu atriðin úr þættinum verða aðgengileg á visir.is í kvöld.

Enski boltinn

Stuðningsmaður Schalke löðrungaði Neuer í bikarfögnuðinum

Manuel Neuer endaði ferilinn hjá Schalke 04 með því að taka við þýska bikarnum eftir 5-0 sigur á Duisburg í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli markvörður er nú á leiðinni til Bayern Munchen eftir tveggja áratuga veru í Schalke og einn stuðningsmaður félagsins sýndi óánægju sína í verki með að Neuer skyldi ekki endurnýja samning sinn við félagið.

Fótbolti

Veiðiferðirnar eru oft misjafnar

Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg:

Veiði

Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum

Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér.

Íslenski boltinn

Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní

Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld

Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt.

Íslenski boltinn

Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær

Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Íslenski boltinn