Sport

Keppinautarnir þokast nær Vettel

Sebastian Vettel á Red Bull náði aftur besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Kína snemma morguns, á Sjanghæ brautinni. En Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren komu honum næstir. Þá voru Mercedes bílar Nico Rosberg og Michael Schumacher skammt undan.

Formúla 1

Vettel fljótastur á fyrstu æfingunni í Kína

Sebastian Vettel stimplaði sig rækilega inn á fyrstu æfingu keppnisliða á Sjanghæ brautinni í nótt. Hann varð 0.615 sekúndum á undan Mark Webber. Báðir aka Red Bull og Lewis Hamilton var 2.106 sekúndum á eftir Vettel. Vettel hefur unnið tvö fyrstu mót ársins og verið fremstur í tímatökum í báðum mótum ársins.

Formúla 1

Reynir: Sérstaklega hægir sóknarlega

„Þeir voru töluvert sterkari en við í þessum leik,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði örugglega fyrir FH í Kaplakrikanum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Handbolti

Marvin: Vildum sýna okkar rétta andlit

„Við vildum sýna fólki í kvöld að við værum ekki svona lélegir eins og í síðasta leik,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir dýrmætan sigur gegn KR-ingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Hrafn: Maður er hundsvekktur eftir svona tap

„Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni. „Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni.

Körfubolti

Teitur: Sviðsskrekkurinn er núna farinn

„Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.

Körfubolti

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni

Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1.

Körfubolti

Giggs: Chicharito dregur í sundur varnir mótherjanna

Ryan Giggs er ánægður með Mexíkóbúann Javier Hernandez sem hefur slegið í gegn hjá Manchester United á þessu tímabili. Hernandez skoraði fyrra mark United í 2-1 sigri á Chelsea í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og kom það eftir glæsilega stoðsendingu frá Giggs. Það var 18 mark Hernandez á leiktíðinni.

Enski boltinn

Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik

Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti

Logi verður með FH í kvöld

Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst í kvöld og er búist við afar hörðum slag á milli FH og Fram í Kaplakrika. FH-ingar hafa styrkst fyrir leikinn því Logi Geirsson verður á skýrslu hjá FH-ingum.

Handbolti

De Gea: Ég er ekkert búinn að tala við United

David De Gea, markvörður Atletico Madrid, segir ekkert vera til í þeim sögusögnum að hann sé búinn að vera í viðræðum við Manchester United um að taka við af Hollendingnum Edwin van der Sar sem er að leggja skóna á hilluna í vor.

Enski boltinn