Sport

Nigel de Jong: Ég var meðhöndlaður eins og stríðsglæpamaður

Hollenski landsliðsmaðurinn Nigel de Jong var langt frá því að vera vinsælasti knattspyrnumaður heimsins eftir að hann komst upp með fólskulega tæklingu á Xabi Alonso í úrslitaleik HM síðasta sumar. Hann lenti síðan í því að fótbrjóta Hatem Ben Arfa fyrr á þessu tímabili og hefur nú slæmt orð á sér.

Enski boltinn

Kahn þarf að borga 20 milljónir í sekt fyrir smygl

Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, hefur verið dæmdur til að greiða 125 þúsund evrur eða 20 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir að reyna að smygla fatnaði til Þýskalands. Kahn gaf ekki upp lúxus-klæðnað sem hann keypti fyrir meira en 6000 evrur í ferð sinni til Dúbæ.

Fótbolti

Varnarlína Barca veikist - Adriano frá í fjórar vikur

Barcelona verður án brasilíska bakvarðarins Adriano næstu fjórar vikurnar eftir að hann meiddist í tapinu á móti Real Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins í gær. Adriano meiddist í lok leiksins en var gagnrýndur í spænsku pressunni fyrir að missa af Cristiano Ronaldo þegar Portúgalinn skoraði eina mark leiksins í framlengingunni.

Fótbolti

Spænska liðið Getafe er nú í eigu viðskiptajöfra frá Dúbæ

Fjárfestingahópurinn Royal Emirates Group frá Dúbæ er búið að kaupa spænska úrvalsdeildarfélagið Getafe og hefur sett stefnuna á að koma félaginu í hóp sex bestu liða Spánar á næsta tímabili. Getafe hefur aðsetur í úthverfum Madrid og ætlar að komast á sama stall og nágrannar þeirra í Real og Atletico.

Fótbolti

Stelpurnar unnu Pólland í fyrsta sinn

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta byrjar vel undir stjórn Ágústar Þórs Jóhannssonar en liðið vann 24-22 sigur á Póllandi í dag í æfingaleik í Tyrklandi eftir að hafa unnið heimastúlkur í gær. Íslenska liðið var 12-11 yfir í hálfleik.

Handbolti

Tevez ætti að ná bikarúrslitaleiknum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir góðar líkur á því að fyrirliði sinn, Argentínumaðurinn Carlos Tevez, verði orðinn góður af meiðslum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Stoke sem fer fram á Wembley 14.maí næstkomandi.

Enski boltinn

Rúrik og félagar töpuðu óvænt á heimavelli

Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense töpuðu óvænt á heimavelli í dag á móti FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. OB er áfram í 2.sæti þremur stigum á eftir FC Midtjylland sem vann 1-0 sigur á AC Horsens.

Fótbolti

Marcus tók stigametið af Damon

Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar.

Körfubolti

Elfar, Arnór og Haukur framlengja við Blika

Þrír sterkir leikmenn Breiðabliks hafa gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Þetta eru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason og Haukur Baldvinsson. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Íslenski boltinn

Wenger: Mætum brjálaðir í næstu leiki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bar sig ágætlega eftir jafnteflið gegn Tottenham í kvöld og þá niðurstöðu að liðið er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Chelsea lagði Birmingham.

Enski boltinn

Kiel skellti toppliði Hamburgar

Kiel vann sætan sigur á Hamburg í kvöld, 38-35, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hamburg er svo gott sem búið að hrifsa titilinn af Kiel í ár en sigurinn er mikilvægur fyrir Kiel sem er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen um annað sætið í deildinni.

Handbolti