Sport

Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn.

Íslenski boltinn

Hrannar Björn: Þetta er mjög fúlt

Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert.

Íslenski boltinn

Abidal valinn aftur í franska landsliðið

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur átt ótrúlega endurkomu í fótboltann eftir að hafa þurft að fara í uppskurð í mars vegna krabbameins í lifur. Hann er farinn að spila aftur með Barcelona-liðinu og í dag var hann valinn aftur í franska landsliðið.

Fótbolti

Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár.

Handbolti

Galliani: Fábregas er of dýr fyrir AC Milan

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan hefur lokað á þann möguleika að félagið kaupi Cesc Fábregas frá Arsenal fyrir næsta tímabil. Fábregas hefur verið orðaður við ítölsku meistarana að undanförnu en Galliani sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að AC Milan hefði ekki efni á fyrirliða Arsenal.

Enski boltinn

Zidane tekur við starfi Valdano hjá Real Madrid

Zinedine Zidane, fyrrum besti og dýrasti knattspyrnumaður heims, verður nýr íþróttastjóri hjá spænska stórliðnu Real Madrid en hann mun taka við starfi Jorge Valdano sem var rekinn í gær. Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag.

Fótbolti

Bleikjan horfin úr Hítará?

Veiðitölur í vor styðja það sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, meðal annars af hendi Veiðimálastofnunar, að bleikjuveiði á Vesturlandi er í mikilli lægð. Svo mikilli að víða jaðrar ástandið við algjört hrun.

Veiði